Innlent

Sjálfstæðismenn sagðir tefja

Lokasvar Alþingismenn hafa síðasta orðið um afdrif stjórnlagaþings. 
Fréttablaðið/Anton
Lokasvar Alþingismenn hafa síðasta orðið um afdrif stjórnlagaþings. Fréttablaðið/Anton
Andstaða sjálfstæðismanna í stjórnlagaþingsnefnd og málþóf þeirra er sagt valda því að nefndin komst ekki að niðurstöðu um það í gær hvaða tillögur á að leggja fram varðandi tilhögun í kjölfar ógildingar Hæstaréttar á kosningum til stjórnlagaþings.

Í Fréttablaðinu í gær kom fram að flest benti til þess að nefndin legði til að þeir 25 sem kjörnir voru til setu á stjórnlagaþing yrðu skipaðir í stjórnlagaráð. Það verði Alþingi ráðgefandi um breytingar á stjórnarskránni.

Ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar forseta að vísa Icesave-málinu í þjóðaratkvæðagreiðslu á sunnudag hleypti áformum nefndarinnar upp.

Í nefndinni sitja fulltrúar allra flokka og er hún einungis með hlutverk ráðgjafa. Það er hins vegar Alþingis að að taka ákvörðun um afdrif málsins. Fari svo að Alþingi ákveði að kjósa skuli að nýju til stjórnlagaþings á eftir að ákveða hvenær það verður gert.

Nefndin fundar aftur eftir hádegi í dag og vonuðust þeir nefndarmenn sem Fréttablaðið ræddi við í gærkvöldi að niðurstaða lægi þá fyrir í málinu. - jab




Fleiri fréttir

Sjá meira


×