Innlent

Fjölgar í hópi jákvæðra í garð ESB

Viðhorf Íslendinga gagnvart Evrópusambandinu (ESB) og aðild að því varð jákvæðara á seinni hluta síðasta árs. Áfram eru þó fleiri sem efast um ágæti aðildar.

Í viðhorfskönnun Gallup fyrir Eurobarometer Evrópusambandsins, sem var framkvæmd í nóvember en birt í gær, kemur í ljós að 38 prósent landsmanna telja að ESB-aðild gæti orðið Íslandi til hagsbóta. Það er aukning frá því í maí í fyrra þegar 29 prósent voru þeirrar skoðunar.

Tæpur helmingur landsmanna, 48 prósent, telur hins vegar að Ísland muni ekki njóta góðs af aðild, sem er nokkuð minna en í fyrri könnuninni þegar 58 prósent voru þeirrar skoðunar.

Þá telja 28 prósent Íslendinga ESB-aðild vera almennt góða fyrir Ísland samanborið við 19 prósent sem voru þeirrar skoðunar í maí á síðasta ári.

Þá fækkar í hópi þeirra sem telja aðild vera slæma fyrir Ísland, úr 45 prósentum í maí niður í 34 prósent í nóvember.

- þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×