Fréttaskýring: Stórfyrirtæki vega þungt í tekjunum 24. febrúar 2011 20:00 Álver Fjarðaáls er meðal þess sem leitt hefur til tekjuauka fyrir Fjarðabyggð, sem nú hefur tekið fram úr Garðabæ í útreiknuðum meðaltekjum sveitarfélaga miðað við íbúafjölda. Fréttablaðið/Pjetur Hverjar eru tekjur sveitarfélaga í hlutfalli við íbúafjölda? Fjarðabyggð og Garðabær eru tekjuhæstu sveitarfélög landsins árið 2010 ef miðað er við meðaltekjur þéttbýlissveitarfélaga með fleiri en 650 íbúa. Samkvæmt tölum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga námu meðaltekjur á hvern íbúa í Fjarðabyggð 537.150 krónum og 536.933 krónum í Garðabæ. Í þriðja sæti er svo Sandgerði með rúmar 535 þúsund krónur á hvern íbúa. Undanfarin ár hefur Garðabær verið með hæstu tekjur sveitarfélaga miðað við íbúafjölda en Fjarðabyggð hefur nú náð fyrsta sætinu. Þá hafa tekjur Fjarðabyggðar aukist á undanförnum árum, meðal annars með tilkomu álvers Fjarðaáls á Reyðarfirði. Til samanburðar má nefna að Reykjavík er í sjötta sæti listans með meðaltekjur á hvern íbúa upp á 486.427 krónur. Borgin trónir hins vegar eðlilega hæst á listanum yfir tekjuhæstu sveitarfélögin, enda með langflesta íbúa. Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri í Fjarðabyggð, segir spila inn í góða niðurstöðu sveitarfélagsins að í því séu útsvarstekjur á mann góðar. „Svo njótum við þess að hér eru sterk fyrirtæki, svo sem álverið, sjávarútvegsfyrirtæki og ýmis fyrirtæki önnur, sem borga fasteignaskatta. Af þessu skýrist þetta." Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar í Fjarðabyggð, segir góðar tekjur sveitarfélagins hjálpa til við tiltölulega þungan rekstur, enda sé sveitarfélagið stórt og landfræðin setji því hömlur í hagræðingu.Ef horft er til fámennari sveitarfélaga, þar sem íbúar eru færri en 650, er Fljótsdalshreppur tekjuhæstur með 1.424.511 krónur á hvern íbúa. Sveitarfélagið, sem telur 89 íbúa, nýtur góðs af háum tekjum vegna Kárahnjúkavirkjunar. Í öðru sæti kemur svo Grímsnes- og Grafningshreppur með tekur upp 1.041.165 krónur fyrir hvern sinna 415 íbúa. Þar nýtur sveitarfélagið tekna af virkjunum, margvíslegri atvinnustarfsemi og umfangsmikilli sumarhúsabyggð. Í útreikningum vegna tekjujöfnunarframlaga 2010 er miðað við íbúafjölda sveitarfélaga 1. desember 2009, en sjóðurinn birti endanlega úthlutun tekjujöfnunarframlaga vegna síðasta árs undir lok desember síðastliðins. Við útreikninginn er horft til tekna miðað við hámarksálagningu útsvars og fasteignagjalda og tekna sveitarfélaga af meiriháttar fasteignaálagningu og framleiðslugjaldi. Útreikningar einstakra sveitarfélaga á meðaltekjum á íbúa geta því verið lægri tölur, þar sem þau fullnýta ekki öll heimild til álagningar útsvars og fasteignaskatts. olikr@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Snjóar sunnan- og vestanlands í kvöld Veður Fleiri fréttir Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Sjá meira
Hverjar eru tekjur sveitarfélaga í hlutfalli við íbúafjölda? Fjarðabyggð og Garðabær eru tekjuhæstu sveitarfélög landsins árið 2010 ef miðað er við meðaltekjur þéttbýlissveitarfélaga með fleiri en 650 íbúa. Samkvæmt tölum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga námu meðaltekjur á hvern íbúa í Fjarðabyggð 537.150 krónum og 536.933 krónum í Garðabæ. Í þriðja sæti er svo Sandgerði með rúmar 535 þúsund krónur á hvern íbúa. Undanfarin ár hefur Garðabær verið með hæstu tekjur sveitarfélaga miðað við íbúafjölda en Fjarðabyggð hefur nú náð fyrsta sætinu. Þá hafa tekjur Fjarðabyggðar aukist á undanförnum árum, meðal annars með tilkomu álvers Fjarðaáls á Reyðarfirði. Til samanburðar má nefna að Reykjavík er í sjötta sæti listans með meðaltekjur á hvern íbúa upp á 486.427 krónur. Borgin trónir hins vegar eðlilega hæst á listanum yfir tekjuhæstu sveitarfélögin, enda með langflesta íbúa. Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri í Fjarðabyggð, segir spila inn í góða niðurstöðu sveitarfélagsins að í því séu útsvarstekjur á mann góðar. „Svo njótum við þess að hér eru sterk fyrirtæki, svo sem álverið, sjávarútvegsfyrirtæki og ýmis fyrirtæki önnur, sem borga fasteignaskatta. Af þessu skýrist þetta." Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar í Fjarðabyggð, segir góðar tekjur sveitarfélagins hjálpa til við tiltölulega þungan rekstur, enda sé sveitarfélagið stórt og landfræðin setji því hömlur í hagræðingu.Ef horft er til fámennari sveitarfélaga, þar sem íbúar eru færri en 650, er Fljótsdalshreppur tekjuhæstur með 1.424.511 krónur á hvern íbúa. Sveitarfélagið, sem telur 89 íbúa, nýtur góðs af háum tekjum vegna Kárahnjúkavirkjunar. Í öðru sæti kemur svo Grímsnes- og Grafningshreppur með tekur upp 1.041.165 krónur fyrir hvern sinna 415 íbúa. Þar nýtur sveitarfélagið tekna af virkjunum, margvíslegri atvinnustarfsemi og umfangsmikilli sumarhúsabyggð. Í útreikningum vegna tekjujöfnunarframlaga 2010 er miðað við íbúafjölda sveitarfélaga 1. desember 2009, en sjóðurinn birti endanlega úthlutun tekjujöfnunarframlaga vegna síðasta árs undir lok desember síðastliðins. Við útreikninginn er horft til tekna miðað við hámarksálagningu útsvars og fasteignagjalda og tekna sveitarfélaga af meiriháttar fasteignaálagningu og framleiðslugjaldi. Útreikningar einstakra sveitarfélaga á meðaltekjum á íbúa geta því verið lægri tölur, þar sem þau fullnýta ekki öll heimild til álagningar útsvars og fasteignaskatts. olikr@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Snjóar sunnan- og vestanlands í kvöld Veður Fleiri fréttir Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Sjá meira