Farmeigendur borgi tjón vegna Goðafoss 24. febrúar 2011 05:00 Ólafur William Hand Eigendur farms um borð í Goðafossi hafa fengið bréf frá Eimskip um að þeir verði að bera hluta af kostnaðinum vegna strands skipsins við Fredrikstad í Noregi. „Eimskip lýsir yfir sameiginlegu sjótjóni sem verði jafnað niður vegna atviksins, en það þýðir að eigendur allra verðmæta sem í húfi voru þegar skipið strandaði greiða sameiginlega þann kostnað sem af atvikinu hlýst,“ segir í bréfi skipafélagsins til farmeigendanna. Að sögn Ólafs Williams Hand, upplýsingafulltrúa Eimskipa, segir um að ræða hefðbundna aðferð við uppgjör á sjótjóni. Enn sé óljóst hvert endanlegt tjón vegna strandsins verður en að búast megi við því að björgunarkostnaður verði jafnvel um átta prósent af verðmæti skipsins, gámanna og farmsins. Menn vonist þó til að talan fari niður í fjögur prósent þar sem björgun Goðafoss hafi gengið mjög vel. Það mundi þýða að kostnaðurinn yrði 40 þúsund krónur af farmi sem metinn er á eina milljón. „Ef menn eru með farmtryggingu þá verða þeir ekki fyrir tjóni,“ segir Ólafur sem kveður algengast að farmur sé tryggður. „Sum fyrirtæki tryggja þó stundum hjá sjálfum sér ef svo má segja með því að reikna út áhættuna og taka sjálf skellinn ef hann kemur.“ Í bréfinu frá Eimskip til farmeigenda segir að þeir þurfi að leggja fram tryggingar fyrir sínum hluta hins sameiginlega sjótjóns og björgunarlaunum áður en farmurinn verður afhentur. Ólafur segir félagið hafa ákveðið í gær að leggja sjálft fram tryggingu fyrir greiðslu björgunarlaunanna. „Við viljum ekki að viðskiptavinir okkar verði fyrir frekari töfum vegna þessa máls en orðið er,“ segir hann. Að sögn Ólafs var farmurinn í Goðafossi af margvíslegu tagi og á leið hingað og þangað um heiminn. Nú taki við að greiða úr málum gagnvart eigendum farmsins og tryggingarfélögum þeirra og varðandi björgunarlaunin. Það var norskt fyrirtæki með svissneskan undirvertaka sem annaðist björgun skipsins. Skipaður hefur verið „löggiltur niðurjöfnunarmaður“ í málinu. Sá er í Liverpool í Englandi og er ætlað að jafna tjóninu niður á alla aðila málsins. Goðafoss var dreginn á flot í gærmorgun og liggur nú milli tveggja skerja um eina og hálfa sjómílu frá strandstaðnum. „Tjónið á skipinu er miklum mun minna en menn óttuðust þótt það sé eitthvað beyglað,“ segir upplýsingafulltrúi Eimskips. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Innlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Erlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Fleiri fréttir „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Sjá meira
Eigendur farms um borð í Goðafossi hafa fengið bréf frá Eimskip um að þeir verði að bera hluta af kostnaðinum vegna strands skipsins við Fredrikstad í Noregi. „Eimskip lýsir yfir sameiginlegu sjótjóni sem verði jafnað niður vegna atviksins, en það þýðir að eigendur allra verðmæta sem í húfi voru þegar skipið strandaði greiða sameiginlega þann kostnað sem af atvikinu hlýst,“ segir í bréfi skipafélagsins til farmeigendanna. Að sögn Ólafs Williams Hand, upplýsingafulltrúa Eimskipa, segir um að ræða hefðbundna aðferð við uppgjör á sjótjóni. Enn sé óljóst hvert endanlegt tjón vegna strandsins verður en að búast megi við því að björgunarkostnaður verði jafnvel um átta prósent af verðmæti skipsins, gámanna og farmsins. Menn vonist þó til að talan fari niður í fjögur prósent þar sem björgun Goðafoss hafi gengið mjög vel. Það mundi þýða að kostnaðurinn yrði 40 þúsund krónur af farmi sem metinn er á eina milljón. „Ef menn eru með farmtryggingu þá verða þeir ekki fyrir tjóni,“ segir Ólafur sem kveður algengast að farmur sé tryggður. „Sum fyrirtæki tryggja þó stundum hjá sjálfum sér ef svo má segja með því að reikna út áhættuna og taka sjálf skellinn ef hann kemur.“ Í bréfinu frá Eimskip til farmeigenda segir að þeir þurfi að leggja fram tryggingar fyrir sínum hluta hins sameiginlega sjótjóns og björgunarlaunum áður en farmurinn verður afhentur. Ólafur segir félagið hafa ákveðið í gær að leggja sjálft fram tryggingu fyrir greiðslu björgunarlaunanna. „Við viljum ekki að viðskiptavinir okkar verði fyrir frekari töfum vegna þessa máls en orðið er,“ segir hann. Að sögn Ólafs var farmurinn í Goðafossi af margvíslegu tagi og á leið hingað og þangað um heiminn. Nú taki við að greiða úr málum gagnvart eigendum farmsins og tryggingarfélögum þeirra og varðandi björgunarlaunin. Það var norskt fyrirtæki með svissneskan undirvertaka sem annaðist björgun skipsins. Skipaður hefur verið „löggiltur niðurjöfnunarmaður“ í málinu. Sá er í Liverpool í Englandi og er ætlað að jafna tjóninu niður á alla aðila málsins. Goðafoss var dreginn á flot í gærmorgun og liggur nú milli tveggja skerja um eina og hálfa sjómílu frá strandstaðnum. „Tjónið á skipinu er miklum mun minna en menn óttuðust þótt það sé eitthvað beyglað,“ segir upplýsingafulltrúi Eimskips. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Innlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Erlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Fleiri fréttir „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Sjá meira