Innlent

Aflaverðmæti jókst milli ára

Aflaverðmæti íslenskra skipa jókst um 15,3 prósent milli áranna 2009 og 2010, samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar.

Aflaverðmæti fyrstu ellefu mánuði ársins 2010 nam tæpum 123 milljörðum króna, samanborið við tæpa 107 milljarða á sama tímabili árið 2009.

„Verðmæti afla sem seldur er í beinni sölu útgerða til vinnslu innanlands nam rúmum 49,9 milljörðum króna og jókst um 24,8 prósent frá árinu 2009. Aflaverðmæti sjófrystingar voru rúmir 45,4 milljarðar, sem er 20,7 prósenta aukning milli ára,“ segir á vef Hagstofunnar.- óká




Fleiri fréttir

Sjá meira


×