Innlent

Ný neytenda-samtök stofnuð

lífrænt ræktað Samtök lífrænna neytenda styðja kaup beint frá býli, Slow Food og Fair Trade.fréttablaðið/gva
lífrænt ræktað Samtök lífrænna neytenda styðja kaup beint frá býli, Slow Food og Fair Trade.fréttablaðið/gva
Ný neytendasamtök, Samtök lífrænna neytenda, hafa nú litið dagsins ljós. Tilgangur þeirra er að stuðla að aukinni framleiðslu og neyslu lífrænna vara á Íslandi með hagsmuni neytenda, búfénaðar, bænda og umhverfisins að leiðarljósi.

„Lífrænar aðferðir byggjast á því að framleiða hágæða afurðir þar sem verndun lífríkis, velferð búfjár og heilsufar neytenda eru höfð að leiðarljósi,“ segir á Facebook-síðu samtakanna, sem styðja einnig kaup beint frá býli, Fair Trade og Slow Food-hreyfinguna. Stofnfundur Samtaka lífrænna neytenda verður í Norræna húsinu 7. mars. - sv




Fleiri fréttir

Sjá meira


×