Innlent

Fá ekki bækur af ótta við sýkla

Sjálfboðaliðarnir Halla Eiríksdóttir, Steingerður Sigurðardóttir og Þórdís Sigtryggsdóttir voru í óðaönn að pakka niður bókasafninu á Landspítalanum í gær.fréttablaðið/pjetur
Sjálfboðaliðarnir Halla Eiríksdóttir, Steingerður Sigurðardóttir og Þórdís Sigtryggsdóttir voru í óðaönn að pakka niður bókasafninu á Landspítalanum í gær.fréttablaðið/pjetur
Sjúklingar Landspítala - háskólasjúkrahúss hafa ekki lengur aðgang að bókasafni Rauða krossins sem starfað hefur í fjörutíu ár.

Fleiri en ein ástæða er fyrir lokun safnsins að sögn Björns Zoëga, forstjóra Landspítalans.

„Sjúklingarnir dvelja mun skemur á spítalanum en áður og þá hefur þörfin fyrir afþreyingu breyst töluvert. Líka spilar þar inn í að eitt af aðalverkefnum stórra sjúkrahúsa í dag er að koma í veg fyrir dreifingu sýkla."

Björn segir þó fulla þörf fyrir störf sjálfboðaliða áfram. „Bæði reka þeir veitingasölu á spítalanum og uppi eru hugmyndir um að þeir komi að því að sinna andlegum þörfum einstaklinga á öldrunardeildum."

Þórdís Sigtryggsdóttir hefur lánað sjúklingum bækur í þrjátíu ár í sjálfboðastarfi. „Þetta hefur verið einstaklega gefandi. Áður fyrr var svo mikið um útlán að stundum þurftum við að fara eftir fleiri bókum.

Og þótt útlánin hafi minnkað eru alltaf einhverjir sem vilja bækur og fólk er afskaplega þakklát."- jma




Fleiri fréttir

Sjá meira


×