Innlent

Vilja rannsókn á ódæðunum

Gaddafi rígheldur í völdin.
Gaddafi rígheldur í völdin.
Amnesty International kallaði í gær eftir tafarlausri rannsókn öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og Arababandalagsins vegna dráps á hundruðum mótmælenda í Líbíu.

Í tilkynningu hvöttu samtökin til þess að Muammar Gaddafí og stjórn hans verði sótt til saka fyrir Alþjóðaglæpadómstólnum í Haag, vegna glæpa sinna.

Aðalritari alþjóðadeildar Amnesty segir jafnframt að Gaddafí sé tilbúinn til að drepa eins marga og honum sýnist til að halda völdum.

„Alþjóðasamfélagið verður að grípa skjótt til aðgerða til að binda enda á þetta ástand.“ - þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×