Aldrei verið sóst eftir mælingum á mengun 23. febrúar 2011 06:00 Niðurrif Um 800 íbúðir í eigu Félagsbústaða voru reistar á þeim tíma sem PCB var notað í byggingarefni.fréttablaðið/hari Stefán Gíslason Hvorki verktakar né eigendur gamalla bygginga hafa nokkru sinni leitað eftir því að kannað sé hvort PCB-efni, sem flokkast sem krabbameinsvaldandi, leynist í húsum vegna niðurrifs eða viðhalds. Engin rannsókn hefur heldur verið gerð á því hvort, og þá í hversu miklu magni, PCB leynist í gömlum byggingum. Þeir sem taka mengunarhættuna alvarlega hafa engar upplýsingar um hvert á að leita. Stefán Gíslason, umhverfisstjórnunarfræðingur hjá UMÍS ehf. Environice, hefur vakið athygli á því að fyrst ekki hefur verið sýnt fram á að efnin finnist ekki í skaðlegu magni sé ástæða til að óttast að svo sé. Rannsókn Stefáns árið 2004 á PCB-mengun sýndi að tugi tonna af eiturefnunum er að öllum líkindum að finna í byggingum sem reistar voru hér á árabilinu 1956 til 1980. Það hafa sérfræðingar Umhverfisráðuneytisins staðfest, og telja enga ástæðu til að halda að minna sé af efnunum en í nágrannalöndunum. Kristín Ólafsdóttir, deildarstjóri eiturefnadeildar hjá Rannsóknastofu í lyfja- og eiturefnafræði Háskóla Íslands, segir að stofan gæti annast rannsókn á PCB-efnum í byggingum og úrgangi vegna niðurrifs eða viðhalds. Hins vegar hafi aldrei verið farið fram á slíkt. „Það værum við sem myndum gera slík próf ef það væri einhver eftirspurn eftir því.“ Kristín segir að klárlega sé PCB að finna í gömlum byggingum hér á landi en ekki liggi fyrir rannsóknir á því í hversu miklu magni. Stefán Gíslason telur hins vegar að návist við efnin hafi mikla heilsufarsáhættu í för með sér og það sé ástæðan fyrir því byggingaverkamenn sem vinna við viðhald og niðurrif séu taldir í sérstakri hættu. Félagsbústaðir, hlutafélag í eigu Reykjavíkurborgar sem á og rekur félagslegar leiguíbúðir, hafa um árabil haft þá vinnureglu að umgangast gamlar byggingar í þeirra eigu með það í huga að af þeim stafi mengunarhætta, þar á meðal vegna PCB. Þórarinn Magnússon, forstöðumaður framkvæmdadeildar Félagsbústaða, segir að prufur hafi verið teknar til að kanna efnainnihald við viðhald bygginga Félagsbústaða. Þær séu hins vegar enn í geymslu. „Við gáfumst upp á að láta rannsaka þetta hérna heima og gefum okkur það að þetta sé mengað.“ svavar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Fleiri fréttir Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Stefán Gíslason Hvorki verktakar né eigendur gamalla bygginga hafa nokkru sinni leitað eftir því að kannað sé hvort PCB-efni, sem flokkast sem krabbameinsvaldandi, leynist í húsum vegna niðurrifs eða viðhalds. Engin rannsókn hefur heldur verið gerð á því hvort, og þá í hversu miklu magni, PCB leynist í gömlum byggingum. Þeir sem taka mengunarhættuna alvarlega hafa engar upplýsingar um hvert á að leita. Stefán Gíslason, umhverfisstjórnunarfræðingur hjá UMÍS ehf. Environice, hefur vakið athygli á því að fyrst ekki hefur verið sýnt fram á að efnin finnist ekki í skaðlegu magni sé ástæða til að óttast að svo sé. Rannsókn Stefáns árið 2004 á PCB-mengun sýndi að tugi tonna af eiturefnunum er að öllum líkindum að finna í byggingum sem reistar voru hér á árabilinu 1956 til 1980. Það hafa sérfræðingar Umhverfisráðuneytisins staðfest, og telja enga ástæðu til að halda að minna sé af efnunum en í nágrannalöndunum. Kristín Ólafsdóttir, deildarstjóri eiturefnadeildar hjá Rannsóknastofu í lyfja- og eiturefnafræði Háskóla Íslands, segir að stofan gæti annast rannsókn á PCB-efnum í byggingum og úrgangi vegna niðurrifs eða viðhalds. Hins vegar hafi aldrei verið farið fram á slíkt. „Það værum við sem myndum gera slík próf ef það væri einhver eftirspurn eftir því.“ Kristín segir að klárlega sé PCB að finna í gömlum byggingum hér á landi en ekki liggi fyrir rannsóknir á því í hversu miklu magni. Stefán Gíslason telur hins vegar að návist við efnin hafi mikla heilsufarsáhættu í för með sér og það sé ástæðan fyrir því byggingaverkamenn sem vinna við viðhald og niðurrif séu taldir í sérstakri hættu. Félagsbústaðir, hlutafélag í eigu Reykjavíkurborgar sem á og rekur félagslegar leiguíbúðir, hafa um árabil haft þá vinnureglu að umgangast gamlar byggingar í þeirra eigu með það í huga að af þeim stafi mengunarhætta, þar á meðal vegna PCB. Þórarinn Magnússon, forstöðumaður framkvæmdadeildar Félagsbústaða, segir að prufur hafi verið teknar til að kanna efnainnihald við viðhald bygginga Félagsbústaða. Þær séu hins vegar enn í geymslu. „Við gáfumst upp á að láta rannsaka þetta hérna heima og gefum okkur það að þetta sé mengað.“ svavar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Fleiri fréttir Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira