Innlent

Flestir vilja sambærilegar hækkanir

SAmræmdar hækkanir Svarendur í könnun ASÍ eru fylgjandi samræmdri launastefnu.Fréttablaðið/GVA
SAmræmdar hækkanir Svarendur í könnun ASÍ eru fylgjandi samræmdri launastefnu.Fréttablaðið/GVA
Mikill meirihluti þeirra sem tóku afstöðu í könnun ASÍ styður þá stefnu að lögð verði áhersla á sambærilegar launahækkanir fyrir alla í yfirstandandi kjaraviðræðum.

Í könnuninni, sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir ASÍ, sögðust 94 prósent svarenda hlynnt því að verkalýðshreyfingin legði áherslu á sambærilegar launahækkanir, frekar en að þeir sem starfi í útflutningsgreinum njóti meiri hækkana.

Þá vilja 48 prósent að verkalýðshreyfingin leggi mesta áherslu á að tryggja kaupmátt launa í yfirstandandi kjaraviðræðum, 24 prósent vilja að áherslan sé á að tryggja atvinnuöryggi og 19 prósent beinar launahækkanir.

Úrtak könnunarinnar var 1.200 félagar í stéttarfélögum og var svarhlutfall um 63 prósent.

Nokkur styr hefur staðið um hina svokölluðu samræmdu launastefnu sem ASÍ og SA hafa talað fyrir, en nokkur stéttarfélög hafa dregið samningsumboð sitt til baka og semja upp á eigin spýtur. Viðræður ASÍ og SA héldu áfram i gær og verður fundað á ný í lok vikunnar.- þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×