Ekki verður samið frekar um Icesave 21. febrúar 2011 03:30 Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra voru bæði undrandi á ákvörðun forseta Íslands í Icesave-málinu. Jóhanna segist óttast að forsetinn hafi með henni tekið verulega áhættu og segir að ekki verða lengra komist í samningaviðræðum. „Ákvörðun forsetans kom mjög á óvart í ljósi þessara samninga sem allir flokkar stóðu að. Það liggur fyrir að ekki verður gengið lengra í samningaviðræðum, þannig að verði málið fellt þá blasir við að það fer fyrir dómstóla," segir Jóhanna og bætir við: „Þetta er hins vegar staðan og við bara tökum því og vinnum úr málinu eins og það stendur." Jóhanna lýsir yfir áhyggjum af afleiðingum ákvörðunarinnar. „Maður óttast það auðvitað þegar svona kemur upp að það taki okkur lengri tíma en maður hélt að öðlast trúverðugleika alþjóðasamfélagsins á ný. Ég ætla ekki að vera með neinar hrakspár en þetta gæti seinkað hagvexti og haft neikvæð áhrif á skuldatryggingarálagið," segir Jóhanna og heldur áfram: „Verði samningurinn felldur gæti það valdið seinkun á gjaldeyrishöftunum og komið í veg fyrir erlenda fjárfestingu, eins og í Búðarhálsvirkjun, þar sem beðið hefur verið eftir lausn Icesave-deilunnar. Þetta getur því haft áhrif á efnahagsmálin hér." Alþingi samþykkti í síðustu viku Icesave-frumvarpið með auknum meirihluta þingmanna. „Hér hefur verið þingræði og á mann leita ýmsar stríðar hugsanir þegar þetta gerist eftir að Alþingi samþykkir lög með meira en tveimur þriðju greiddra atkvæða," segir Steingrímur. Aðspurð segir Jóhanna Ólaf Ragnar höggva nokkuð nærri þingræðinu í landinu með ákvörðun sinni en hann hafi þó þetta vald samkvæmt stjórnarskrá. Jóhanna segir loks að ákvörðun forsetans hafi ekki áhrif á stöðu ríkisstjórnarinnar. „Það er alveg ljóst að þessi samningur, sem hefur tekið marga mánuði að vinna við, var í höndum allra stjórnmálaflokka í þinginu. Flokkarnir völdu saman samningamenn og þarna var sérstakur fulltrúi stjórnarandstöðunnar líka. Þannig að þetta er fyrst og fremst mál þingsins og hefur ekkert með ríkisstjórnina að gera sem slíka," segir Jóhana og neitar því að samningaleiðin sem farin hefur verið í þessu máli hingað til, hafi einungis verið á ábyrgð ríkisstjórnarinnar. Steingrímur segir að innanríkisráðuneytið fari nú í það að undirbúa kosningar sem fari fram eins fljótt og hægt er. „Ég held reyndar að þau séu byrjuð að funda nú þegar." thorunn@frettabladid.is magnusl@frettabladid.is Icesave Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra voru bæði undrandi á ákvörðun forseta Íslands í Icesave-málinu. Jóhanna segist óttast að forsetinn hafi með henni tekið verulega áhættu og segir að ekki verða lengra komist í samningaviðræðum. „Ákvörðun forsetans kom mjög á óvart í ljósi þessara samninga sem allir flokkar stóðu að. Það liggur fyrir að ekki verður gengið lengra í samningaviðræðum, þannig að verði málið fellt þá blasir við að það fer fyrir dómstóla," segir Jóhanna og bætir við: „Þetta er hins vegar staðan og við bara tökum því og vinnum úr málinu eins og það stendur." Jóhanna lýsir yfir áhyggjum af afleiðingum ákvörðunarinnar. „Maður óttast það auðvitað þegar svona kemur upp að það taki okkur lengri tíma en maður hélt að öðlast trúverðugleika alþjóðasamfélagsins á ný. Ég ætla ekki að vera með neinar hrakspár en þetta gæti seinkað hagvexti og haft neikvæð áhrif á skuldatryggingarálagið," segir Jóhanna og heldur áfram: „Verði samningurinn felldur gæti það valdið seinkun á gjaldeyrishöftunum og komið í veg fyrir erlenda fjárfestingu, eins og í Búðarhálsvirkjun, þar sem beðið hefur verið eftir lausn Icesave-deilunnar. Þetta getur því haft áhrif á efnahagsmálin hér." Alþingi samþykkti í síðustu viku Icesave-frumvarpið með auknum meirihluta þingmanna. „Hér hefur verið þingræði og á mann leita ýmsar stríðar hugsanir þegar þetta gerist eftir að Alþingi samþykkir lög með meira en tveimur þriðju greiddra atkvæða," segir Steingrímur. Aðspurð segir Jóhanna Ólaf Ragnar höggva nokkuð nærri þingræðinu í landinu með ákvörðun sinni en hann hafi þó þetta vald samkvæmt stjórnarskrá. Jóhanna segir loks að ákvörðun forsetans hafi ekki áhrif á stöðu ríkisstjórnarinnar. „Það er alveg ljóst að þessi samningur, sem hefur tekið marga mánuði að vinna við, var í höndum allra stjórnmálaflokka í þinginu. Flokkarnir völdu saman samningamenn og þarna var sérstakur fulltrúi stjórnarandstöðunnar líka. Þannig að þetta er fyrst og fremst mál þingsins og hefur ekkert með ríkisstjórnina að gera sem slíka," segir Jóhana og neitar því að samningaleiðin sem farin hefur verið í þessu máli hingað til, hafi einungis verið á ábyrgð ríkisstjórnarinnar. Steingrímur segir að innanríkisráðuneytið fari nú í það að undirbúa kosningar sem fari fram eins fljótt og hægt er. „Ég held reyndar að þau séu byrjuð að funda nú þegar." thorunn@frettabladid.is magnusl@frettabladid.is
Icesave Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira