Talaði aldrei fyrir dómstólaleiðinni 19. febrúar 2011 07:00 Formaður Icesave-samninganefndarinnar segir niðurstöðu Alþingis í Icesave-málinu mjög ásættanlega.Fréttablaðið/Anton Formaður íslensku Icesave-samninganefndarinnar, Lee C. Buchheit, telur samþykkt Alþingis á Icesave-frumvarpinu vera farsæla lausn fyrir Ísland. Alþingi hafi unnið góða vinnu og komist að skynsamlegri niðurstöðu. Þá neitar Buchheit því að hafa mælt fyrir dómstólaleiðinni á fyrri stigum málsins. „Deilan hefur nú verið leyst með samningi sem ég tel viðunandi, þingið hefur í það minnsta samþykkt tillögu þess efnis með miklum meirihluta. Ég sé ekki kostina við að beina málinu nú í farveg dómstóla, það skilar einungis hættu á því að útkoman verði verri en þessi lausn segir til um,“ sagði Buchheit í samtali við Fréttablaðið í gær. Buchheit hefur fylgst náið með þróun mála á Íslandi frá því að samninganefndin kynnti Icesave-samkomulagið í desember. Hann segir ekki hafa komið sér á óvart að þingstuðningur hafi verið meiri við nýja samninginn en þá fyrri. „Frá því að ég kom að málinu vildi stjórnin vinna það þannig að allir flokkar tækju þátt og væru upplýstir um gang viðræðna. Stjórnarandstaðan skipaði virtan lögmann í samningateymið og mér fannst sem eftir því er leið á viðræðurnar myndaðist samstaða meðal aðilanna um hvernig skyldi vinna málið,“ segir Buchheit. Buchheit var spurður hvort hann teldi Icesave-samninginn henta í þjóðaratkvæðagreiðslu eða hvort honum þætti eðlilegt að þjóðin fengi að tjá sig um málið. „Á Íslandi kýs þjóðin fulltrúa á þing. Þeirra verkefni í flóknu máli eins og þessu er að fara mjög nákvæmlega yfir það, eins og ég veit að hefur verið gert. Það er hins vegar ekki nóg að skoða bara samninginn heldur þarf líka að fara yfir afleiðingar þess fyrir Ísland að klára málið ekki með samningi,“ segir Buchheit og bætir við: „Ókosturinn við þjóðaratkvæðagreiðslu er að almenningur býr ekki að þessari nánu greiningu þingmanna. Ég myndi halda að þetta væri ein af ástæðum þess að á Íslandi er á annað borð þing. Svo má heldur ekki gleyma að á þingi sitja fulltrúar þjóðarinnar, þannig að þjóðin er í raun að tala.“ Því hefur verið haldið fram að Buchheit hafi á fyrri stigum málsins talað fyrir því að fara dómstólaleiðina svokölluðu frekar en að leita samninga við Breta og Hollendinga. Spurður hvort þetta sé rétt segir Buchheit: „Nei, það sagði ég ekki. Ég sagði hins vegar að þegar horft væri á þrönga lagalega ágreiningsefnið sýndist mér að Ísland stæði vel að vígi og fyrir því eru ýmis rök. Málið er hins vegar flóknara en það og fyrir því má einnig færa rök að Íslendingar hafi skuldbundið sig strax haustið 2008 til þess að greiða þessa skuld. Það sem skiptir þó mestu á þessu stigi málsins er að komin er fram lausn á deilunni sem er mjög vel viðunandi.“magnusl@frettabladid.is Icesave Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira
Formaður íslensku Icesave-samninganefndarinnar, Lee C. Buchheit, telur samþykkt Alþingis á Icesave-frumvarpinu vera farsæla lausn fyrir Ísland. Alþingi hafi unnið góða vinnu og komist að skynsamlegri niðurstöðu. Þá neitar Buchheit því að hafa mælt fyrir dómstólaleiðinni á fyrri stigum málsins. „Deilan hefur nú verið leyst með samningi sem ég tel viðunandi, þingið hefur í það minnsta samþykkt tillögu þess efnis með miklum meirihluta. Ég sé ekki kostina við að beina málinu nú í farveg dómstóla, það skilar einungis hættu á því að útkoman verði verri en þessi lausn segir til um,“ sagði Buchheit í samtali við Fréttablaðið í gær. Buchheit hefur fylgst náið með þróun mála á Íslandi frá því að samninganefndin kynnti Icesave-samkomulagið í desember. Hann segir ekki hafa komið sér á óvart að þingstuðningur hafi verið meiri við nýja samninginn en þá fyrri. „Frá því að ég kom að málinu vildi stjórnin vinna það þannig að allir flokkar tækju þátt og væru upplýstir um gang viðræðna. Stjórnarandstaðan skipaði virtan lögmann í samningateymið og mér fannst sem eftir því er leið á viðræðurnar myndaðist samstaða meðal aðilanna um hvernig skyldi vinna málið,“ segir Buchheit. Buchheit var spurður hvort hann teldi Icesave-samninginn henta í þjóðaratkvæðagreiðslu eða hvort honum þætti eðlilegt að þjóðin fengi að tjá sig um málið. „Á Íslandi kýs þjóðin fulltrúa á þing. Þeirra verkefni í flóknu máli eins og þessu er að fara mjög nákvæmlega yfir það, eins og ég veit að hefur verið gert. Það er hins vegar ekki nóg að skoða bara samninginn heldur þarf líka að fara yfir afleiðingar þess fyrir Ísland að klára málið ekki með samningi,“ segir Buchheit og bætir við: „Ókosturinn við þjóðaratkvæðagreiðslu er að almenningur býr ekki að þessari nánu greiningu þingmanna. Ég myndi halda að þetta væri ein af ástæðum þess að á Íslandi er á annað borð þing. Svo má heldur ekki gleyma að á þingi sitja fulltrúar þjóðarinnar, þannig að þjóðin er í raun að tala.“ Því hefur verið haldið fram að Buchheit hafi á fyrri stigum málsins talað fyrir því að fara dómstólaleiðina svokölluðu frekar en að leita samninga við Breta og Hollendinga. Spurður hvort þetta sé rétt segir Buchheit: „Nei, það sagði ég ekki. Ég sagði hins vegar að þegar horft væri á þrönga lagalega ágreiningsefnið sýndist mér að Ísland stæði vel að vígi og fyrir því eru ýmis rök. Málið er hins vegar flóknara en það og fyrir því má einnig færa rök að Íslendingar hafi skuldbundið sig strax haustið 2008 til þess að greiða þessa skuld. Það sem skiptir þó mestu á þessu stigi málsins er að komin er fram lausn á deilunni sem er mjög vel viðunandi.“magnusl@frettabladid.is
Icesave Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira