Viðskipti innlent

Fasteignamarkaðurinn hríðféll í síðustu viku

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Flestar íbúðir seldust á höfuðborgarsvæðinu. Mynd/ Vilhelm.
Flestar íbúðir seldust á höfuðborgarsvæðinu. Mynd/ Vilhelm.
Velta á fasteignamarkaði dróst verulega saman í síðustu viku og hefur ekki verið lægri síðan í annarri viku í janúar í fyrra.

Veltan í síðustu viku á höfuðborgarsvæðinu nam 861 milljón króna og voru flestir samningarnir, eða 29 talsins, gerðir þar. Meðalupphæð á samning var 29,7 milljónir króna. Tíu samningar voru gerðir á Akureyri. Heildarveltan þar var 212 milljónir króna og meðalupphæð á samning 21,2 milljónir króna.

Veltan í vikunni á undan var 1288 milljónir króna. Þá voru 47 samningar gerðir á höfuðborgarsvæðinu en aðeins tveir á Akureyri.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×