Alvarleg matvælakeppa í uppsiglingu í heiminum 13. janúar 2011 13:41 Nýjar tölur frá bandaríska landbúnaðarráðuneytinu um birgðastöðu landsins í korni og sojabaunum benda til að alvarleg matvælakreppa sé í uppsiglingu í heiminum. Kreppan gæti orðið verri en sú sem skall á árið 2008 og hafði í för með sér blóðug uppþot í mörgum löndum. Fjallað er um málið í Financial Times. Þar segir að samkvæmt tölunum hafi birgðir af sojabaunum ekki verið minni í Bandaríkjunum í hálfa öld. Birgðir af korni eru einnig í lágmarki. Tölurnar leiddu til mikilla verðhækkana á korni og sojabaunum á hrávörumörkuðum og hefur verðið ekki verið hærra undanfarna 30 mánuði. Bandaríkjamenn eru mestu útflytjendur á korni í heiminum og sjá mörkuðum fyrir helmingi af öllum útflutningi á þeirri vöru. Þessar verðhækkanir koma í kjölfar aðvörunar frá Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna í síðustu viku um að ástandið yrði verra en árið 2008 ef verð á korni héldi áfram að hækka umfram það sem þegar er orðið. Verðhækkanir á hveiti hafa þegar valdið uppþotum í Alsír og Mósambík. Eins ljósið í myrkrinu er að verð á hrísgrjónum hefur haldist nokkuð stöðugt en grjónin eru undirstaða matarræðis í Asíu. Á hrávörumarkaðinum í Chicago hækkaði verð á sojabaunum um 5,2% og hefur ekki verið hærra síðan á seinni hluta ársins 2008. Verð á korni hækkaði um 5% og hefur ekki verið hærra síðan í júlí 2008. Þeir sem versla á hrávörumörkuðum hafa nú miklar áhyggjur af kornuppskerunni í Brasilíu og Argentínu en hún fer að koma inn á markaðina á næstu vikum. Flest bendir til að uppskeran í þessum löndum verði í rýrara lagi vegna þurrviðris. Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Nýjar tölur frá bandaríska landbúnaðarráðuneytinu um birgðastöðu landsins í korni og sojabaunum benda til að alvarleg matvælakreppa sé í uppsiglingu í heiminum. Kreppan gæti orðið verri en sú sem skall á árið 2008 og hafði í för með sér blóðug uppþot í mörgum löndum. Fjallað er um málið í Financial Times. Þar segir að samkvæmt tölunum hafi birgðir af sojabaunum ekki verið minni í Bandaríkjunum í hálfa öld. Birgðir af korni eru einnig í lágmarki. Tölurnar leiddu til mikilla verðhækkana á korni og sojabaunum á hrávörumörkuðum og hefur verðið ekki verið hærra undanfarna 30 mánuði. Bandaríkjamenn eru mestu útflytjendur á korni í heiminum og sjá mörkuðum fyrir helmingi af öllum útflutningi á þeirri vöru. Þessar verðhækkanir koma í kjölfar aðvörunar frá Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna í síðustu viku um að ástandið yrði verra en árið 2008 ef verð á korni héldi áfram að hækka umfram það sem þegar er orðið. Verðhækkanir á hveiti hafa þegar valdið uppþotum í Alsír og Mósambík. Eins ljósið í myrkrinu er að verð á hrísgrjónum hefur haldist nokkuð stöðugt en grjónin eru undirstaða matarræðis í Asíu. Á hrávörumarkaðinum í Chicago hækkaði verð á sojabaunum um 5,2% og hefur ekki verið hærra síðan á seinni hluta ársins 2008. Verð á korni hækkaði um 5% og hefur ekki verið hærra síðan í júlí 2008. Þeir sem versla á hrávörumörkuðum hafa nú miklar áhyggjur af kornuppskerunni í Brasilíu og Argentínu en hún fer að koma inn á markaðina á næstu vikum. Flest bendir til að uppskeran í þessum löndum verði í rýrara lagi vegna þurrviðris.
Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira