Körfubolti

Grindvíkingar auðveldlega inn í undanúrslitin

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Páll Axel Vilbergsson.
Páll Axel Vilbergsson.
Grindavík varð í kvöld fjórða og síðasta liðið til þess að tryggja sér sæti í undanúrslitum Powerade-bikarsins í körfubolta. KR, Haukar og Tindastóll komust áfram eftir sigra í leikjum sínum um helgina og verða því í pottinum með Grindvíkingum.

Grindavík vann 35 stiga sigur á 1. deildarliði Laugdæla,l 91-56, í Röstinni í Grindavík eftir að hafa verið með 24 stiga forskot í hálfleik, 57-33.

Páll Axel Vilbergsson skoraði 25 stig á 23 mínútum fyrir Grindavíkurliðið og bróðir hans Ármann Örn Vilbergsson bætti við 12 stigum. Þeir settu saman niður átta þrista í leiknum.



Grindavík-Laugdælir 91-56 (28-17, 29-16, 10-12, 24-11)

Grindavík: Páll Axel Vilbergsson 25/4 fráköst, Ármann Vilbergsson 12/5 stoðsendingar, Guðlaugur Eyjólfsson 11, Björn Steinar Brynjólfsson 10/8 fráköst, Þorsteinn Finnbogason 8/4 fráköst, Helgi Björn Einarsson 7, Ryan Pettinella 6/8 fráköst, Egill Birgisson 4, Ómar Örn Sævarsson 4/6 fráköst, Ólafur Ólafsson 2/10 fráköst, Þorleifur Ólafsson 2/7 stoðsendingar.

Laugdælir: Anton Kári Kárason 25/4 fráköst, Jón H. Baldvinsson 13/4 fráköst/5 stolnir, Bjarni Bjarnason 9/4 fráköst/5 stoðsendingar, Sigurður Orri Hafþórsson 6/6 fráköst, Helgi Hrafn Ólafsson 3, Ragnar I. Guðmundsson 0, Haukur Már Ólafsson 0/4 fráköst, Guðjón Gunnarsson 0, Baldur Örn Samúelsson 0, Arnór Yngvi Hermundarson 0/6 fráköst.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×