Kröfur um að Danske Bank stórauki eigið fé sitt 9. febrúar 2011 10:56 Meirihluti mun vera fyrir því á danska þinginu að Danske Bank verði gert að stórauka eigið fé sitt. Rætt hefur verið um að eiginfjárhlutfall bankans verði hækkað um 2 til 3 prósentustig sem myndi þýða um 16 til 24 milljarða danskra kr. eða allt að 500 milljarða kr. Í frétt um málið í Politiken segir að ástæðan fyrir því að þessi meirihluti sé til staðar er óttinn við að Danske Bank falli í framtíðinni. Kristian Thulesen Dahl talsmaður Dansk Folkeparti í fjármálum segir að þeir viti vel um þá þýðingu sem Danske Bank hefur fyrir Danmörku. „Þess vegna vorum við tilbúin með klæðskerasaumaða bankapakka sem bankinn gat fengið lán í gegnum þegar hann lenti í alvarlegum vandræðum," segir Dahl. „Og þess vegna eigum við að biðja bankann um að hafa aukalag af fitu til staðar til að mæta hugsanlegum nýjum vandamálum." Áhyggjur danskra þingmanna snúast ekki um að það séu einhver vandamál til staðar í Danske Bank í dag. Hinsvegar liggur ljóst fyrir að, öfugt við Amagerbanken, hefur danska ríkið hvorki efni né tök á að bjarga Danske Bank ef hann kemst í þrot. Í Politiken segir að þessar áhyggjur af fengið aukið vægi í framhaldi af því að ný alþjóðleg úttekt stimplar Danske Bank sem einn af hættulegustu bönkum Evrópu. Hættulegan að því leiti að efnahagsreikningur hans er á stærð við margfalda landsframleiðslu Danmerkur. Fari svo að Danske Bank láti undan þrýstingi þingmanna myndi slíkt líklega hafa í för með sér að vextir á útlánum bankans myndu hækka um eitt prósentustig að jafnaði. Mest lesið Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Meirihluti mun vera fyrir því á danska þinginu að Danske Bank verði gert að stórauka eigið fé sitt. Rætt hefur verið um að eiginfjárhlutfall bankans verði hækkað um 2 til 3 prósentustig sem myndi þýða um 16 til 24 milljarða danskra kr. eða allt að 500 milljarða kr. Í frétt um málið í Politiken segir að ástæðan fyrir því að þessi meirihluti sé til staðar er óttinn við að Danske Bank falli í framtíðinni. Kristian Thulesen Dahl talsmaður Dansk Folkeparti í fjármálum segir að þeir viti vel um þá þýðingu sem Danske Bank hefur fyrir Danmörku. „Þess vegna vorum við tilbúin með klæðskerasaumaða bankapakka sem bankinn gat fengið lán í gegnum þegar hann lenti í alvarlegum vandræðum," segir Dahl. „Og þess vegna eigum við að biðja bankann um að hafa aukalag af fitu til staðar til að mæta hugsanlegum nýjum vandamálum." Áhyggjur danskra þingmanna snúast ekki um að það séu einhver vandamál til staðar í Danske Bank í dag. Hinsvegar liggur ljóst fyrir að, öfugt við Amagerbanken, hefur danska ríkið hvorki efni né tök á að bjarga Danske Bank ef hann kemst í þrot. Í Politiken segir að þessar áhyggjur af fengið aukið vægi í framhaldi af því að ný alþjóðleg úttekt stimplar Danske Bank sem einn af hættulegustu bönkum Evrópu. Hættulegan að því leiti að efnahagsreikningur hans er á stærð við margfalda landsframleiðslu Danmerkur. Fari svo að Danske Bank láti undan þrýstingi þingmanna myndi slíkt líklega hafa í för með sér að vextir á útlánum bankans myndu hækka um eitt prósentustig að jafnaði.
Mest lesið Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira