Innlent

Björk: Til hamingju Ísland

„Til hamingju Ísland: klukkan er ekki þrjú og það eru komnar 35073 undirskriftir," skrifar Björk Guðmundsdóttir á Twitter-síðu sína. Björk stóð fyrir undirskriftarsöfnun þar sem einstaklingar skora á Alþingi að láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um eignarhald á orkuauðlindum Íslands og nýtingu þeirra.

Karókímaraþon hefur verið síðan á fimmtudaginn þar sem fjölmargir aðilar hafa komið fram og sungið. Til að mynda tóku Björk og Ómar Ragnarsson lagið saman og Tvíhöfði tók lagið á fimmtudaginn. Maraþonið hættir á miðnætti í kvöld en ljóst er að takmarkinu er náð, en það var að safna 35 þúsund undirskriftum.

Hægt er að skrifa undir hér.

Hér fyrir ofan er hægt að horfa á viðtal við Björk þegar maraþoninu var ýtt úr vör á fimmtudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×