AGS: Nýmarkaðsríkin draga hagvaxtarvagninn 25. janúar 2011 11:18 Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) spáir 4,4% hagvexti í heiminum á þessu ári í nýuppfærðri heimshagsspá sem gefin var út í gær. Fyrri spá sjóðsins gerði ráð fyrir 4,2% hagvexti. Greining Íslandsbanka fjallar um málið í Morgunkorni sínu. Þar segir að sjóðurinn telur að efnahagsbatinn fylgi nú tveimur mismunandi töktum sem eru mishraðir. Annars vegar eru það þróuðu hagkerfin sem eru að vaxa hægt og eiga enn erfitt uppdráttar og hins vegar eru það nýmarkaðsríkin sem eru að vaxa mun hraðar og draga vagninn. Í heildina litið býst AGS við að þróuð hagkerfi heimsins vaxi um 2,5% á árinu á meðan nýmarkaðsríki vaxi um 6,5%. AGS telur að mestur hagvöxtur á þessu ári í einstöku landi verði í Kína eða 9,6% og 8,4% á Indlandi. Á sama tíma býst AGS við að Þýskaland vaxi um 2,2% og Japan um 1,6%. Af heimssvæðum verður vöxturinn mestur í Afríku sunnan Sahara, eða 5,8%. Á evrusvæðinu er spáð 1,7% hagvexti. AGS býst nú við meiri hagvexti í Bandaríkjunum á þessu ári en sjóðurinn gerði í síðustu spá sinni frá október síðastliðnum, eða 3% í stað 2,3%. Það sem veldur eru væntingar um frekari aðgerðir til að örva efnahagslífið. Í skýrslunni segir að nú þegar fjögur ár eru liðin frá því að fjármálakreppan skall á eru enn ekki komin fram skýr merki þess að fjármálastöðugleiki heimshagkerfisins sé tryggður á nýjan leik. Að mati AGS er enn fjöldinn allur af nauðsynlegum atriðum sem þarf að bæta og stefnubreytingum sem þarf að taka til að tryggja að svo verði. Eitt það nauðsynlegasta sem þarf að gera til að tryggja varanlegan bata er að finna lausn á skuldavanda á evrusvæðinu. Þá er nauðsynlegt að styrkja regluverk og eftirlit með fjármálakerfum þróaðri hagkerfa almennt. Samhliða þessum aðgerðum þarf að tryggja að vöxtur í nýmarkaðsríkjum verði ekki of hraður þannig að fjármálastöðugleika standi hætta af. Í þessu sambandi er hættan af miklu og hröðu innflæði fjármagns til nýmarkaðsríkja nefnd sérstaklega. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn spáir því að heimsmarkaðsverð á hrávöru muni halda áfram að hækka í ár. Sérfræðingar sjóðsins gera ráð fyrir að heimsmarkaðsverð á olíu verði kringum 90 Bandaríkjadali tunnan á þessu ári, en fyrri spá sjóðsins frá því í október var gert ráð fyrir að verðið yrði 79 dollarar. Þá er því spáð að hrávara, önnur en olía, muni hækka um 11% á árinu. Ástæða þess er uppskerubrestur vegna óveðra sem áttu sér stað á seinni helmingi síðasta árs og af þeim sökum gæti það tekið heilt ár fyrir hrávörumarkaðinn að ná jafnvægi á nýjan leik. Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) spáir 4,4% hagvexti í heiminum á þessu ári í nýuppfærðri heimshagsspá sem gefin var út í gær. Fyrri spá sjóðsins gerði ráð fyrir 4,2% hagvexti. Greining Íslandsbanka fjallar um málið í Morgunkorni sínu. Þar segir að sjóðurinn telur að efnahagsbatinn fylgi nú tveimur mismunandi töktum sem eru mishraðir. Annars vegar eru það þróuðu hagkerfin sem eru að vaxa hægt og eiga enn erfitt uppdráttar og hins vegar eru það nýmarkaðsríkin sem eru að vaxa mun hraðar og draga vagninn. Í heildina litið býst AGS við að þróuð hagkerfi heimsins vaxi um 2,5% á árinu á meðan nýmarkaðsríki vaxi um 6,5%. AGS telur að mestur hagvöxtur á þessu ári í einstöku landi verði í Kína eða 9,6% og 8,4% á Indlandi. Á sama tíma býst AGS við að Þýskaland vaxi um 2,2% og Japan um 1,6%. Af heimssvæðum verður vöxturinn mestur í Afríku sunnan Sahara, eða 5,8%. Á evrusvæðinu er spáð 1,7% hagvexti. AGS býst nú við meiri hagvexti í Bandaríkjunum á þessu ári en sjóðurinn gerði í síðustu spá sinni frá október síðastliðnum, eða 3% í stað 2,3%. Það sem veldur eru væntingar um frekari aðgerðir til að örva efnahagslífið. Í skýrslunni segir að nú þegar fjögur ár eru liðin frá því að fjármálakreppan skall á eru enn ekki komin fram skýr merki þess að fjármálastöðugleiki heimshagkerfisins sé tryggður á nýjan leik. Að mati AGS er enn fjöldinn allur af nauðsynlegum atriðum sem þarf að bæta og stefnubreytingum sem þarf að taka til að tryggja að svo verði. Eitt það nauðsynlegasta sem þarf að gera til að tryggja varanlegan bata er að finna lausn á skuldavanda á evrusvæðinu. Þá er nauðsynlegt að styrkja regluverk og eftirlit með fjármálakerfum þróaðri hagkerfa almennt. Samhliða þessum aðgerðum þarf að tryggja að vöxtur í nýmarkaðsríkjum verði ekki of hraður þannig að fjármálastöðugleika standi hætta af. Í þessu sambandi er hættan af miklu og hröðu innflæði fjármagns til nýmarkaðsríkja nefnd sérstaklega. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn spáir því að heimsmarkaðsverð á hrávöru muni halda áfram að hækka í ár. Sérfræðingar sjóðsins gera ráð fyrir að heimsmarkaðsverð á olíu verði kringum 90 Bandaríkjadali tunnan á þessu ári, en fyrri spá sjóðsins frá því í október var gert ráð fyrir að verðið yrði 79 dollarar. Þá er því spáð að hrávara, önnur en olía, muni hækka um 11% á árinu. Ástæða þess er uppskerubrestur vegna óveðra sem áttu sér stað á seinni helmingi síðasta árs og af þeim sökum gæti það tekið heilt ár fyrir hrávörumarkaðinn að ná jafnvægi á nýjan leik.
Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira