Gífurleg eftirspurn eftir evrubréfum úr björgunarsjóði 26. janúar 2011 09:58 Gífurleg eftirspurn varð eftir skuldabréfum í evrum í fyrsta útboði EFSF björgunar- eða stöðugleikasjóðs ESB. Tilboð upp á yfir 40 milljarða evra bárust frá sumum af stærstu opinberu og einkasjóðum heimsins. Í frétt um málið í Financial Times segir að bankamenn muni ekki eftir jafnmikilli eftirspurn í neinu skuldabréfaútboði áður, hvort sem er hjá opinberum eða einkaaðilum. Eftirspurnin gerði það að verkum að EFSF fékk mjög góð vaxtakjör á þessa útgáfu enda var hún aðeins upp á 5 milljarða evra eða áttfalt minni en nam eftirspurninni. Ávöxtunarkrafan var 2,8% sem er töluvert minni krafa en er á þýskum ríkisskuldabréfum. Einn bankamannanna sem Financial Times ræddi við um útboðið sagði að eftirspurnin hefði verið stórbrotin. „Ég man ekki eftir jafnmiklum áhuga. Þessar pantanir í bréfin komu á aðeins fimmtán mínútum," segir hann. Skuldabréf EFSF eru með lánshæfiseinkunina AAA og því mjög aðlaðandi fjárfestingarkostur fyrir seðlabanka, fjárfestingarsjóði á vegum hins opinbera og stærri einkarekna sjóði. Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Gífurleg eftirspurn varð eftir skuldabréfum í evrum í fyrsta útboði EFSF björgunar- eða stöðugleikasjóðs ESB. Tilboð upp á yfir 40 milljarða evra bárust frá sumum af stærstu opinberu og einkasjóðum heimsins. Í frétt um málið í Financial Times segir að bankamenn muni ekki eftir jafnmikilli eftirspurn í neinu skuldabréfaútboði áður, hvort sem er hjá opinberum eða einkaaðilum. Eftirspurnin gerði það að verkum að EFSF fékk mjög góð vaxtakjör á þessa útgáfu enda var hún aðeins upp á 5 milljarða evra eða áttfalt minni en nam eftirspurninni. Ávöxtunarkrafan var 2,8% sem er töluvert minni krafa en er á þýskum ríkisskuldabréfum. Einn bankamannanna sem Financial Times ræddi við um útboðið sagði að eftirspurnin hefði verið stórbrotin. „Ég man ekki eftir jafnmiklum áhuga. Þessar pantanir í bréfin komu á aðeins fimmtán mínútum," segir hann. Skuldabréf EFSF eru með lánshæfiseinkunina AAA og því mjög aðlaðandi fjárfestingarkostur fyrir seðlabanka, fjárfestingarsjóði á vegum hins opinbera og stærri einkarekna sjóði.
Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira