Hlynur vill að strákarnir vinni gull Henry Birgir Gunnarsson í Norrköping skrifar 16. janúar 2011 20:15 HM-teymi Vísis í Svíþjóð skellti sér á körfuboltaleik í Norrköping í dag og sá þá Hlyn Bæringsson og Jakob Örn Sigurðarson spila með Sundsvall Dragons gegn Norrköping Dolphins. Þeir félagar hafa verið sjóðheitir í sænska körfuboltanum í vetur og fyrir leikinn í dag var liðið búið að vinna 13 leiki í röð. Sú sigurganga tók enda í dag gegn ríkjandi meisturum Dolphins en tapið var grátlegt og aðeins með einu stigi. Þeir félagar stóðu báðir vel fyrir sínu og sérstaklega í lokafjórðungnum er þeir Sundsvall kom til baka og var næstum búið að landa sigri eftir að hafa verið 15 stigum undir eftir þrjá leikhluta. "Það var ýmislegt sem klikkaði. Við klúðruðum mörgum skotum og margt í skipulaginu sem við gerðum kolvitlaust," sagði Hlynur og Jakob vildi ekki meina að það hefði verið of mikil pressa að hafa íslenska fjölmiðlamenn á staðnum. Þeir voru báðir á leik Íslands og Brasilíu í gær og skemmtu sér konunglega. Hlynur vill sjá að liðið vinni gull á HM. "Ég segi að við lendum í fyrsta sæti. Við erum búnir að ná í silfur og brons og við getum ekki stefnt á eitthvað lægra en það. Það er fyrir löngu orðið frægt þegar Ólafur Stefánsson viðraði þá hugmynd við Hlyn fyrir ÓL í Peking að hann prófaði að spila vörn með handboltalandsliðinu. Hlynur hefur ekki enn útilokað að spila fyrir handboltalandsliðið. "Ég er alltaf klár fyrir land og þjóð. Það eru Ólympíuleikar árið 2012 og þá verð ég með. Ég vil byrja á Ólympíuleikum. Ég mun spila með landsliðinu. Sjáðu til," sagði Hlynur. Jakob hefur einnig trú á strákunum og segir augljóst að stemningin hjá liðinu sé góð. "Ég hafði gaman af landsleiknum þó svo leikurinn hefði mátt vera jafnari og skemmtilegri. Þetta lítur vel út hjá strákunum og mér sýnist vera fín stemning í hópnum," sagði Jakob en þeir félagar eru nú í rútu á leið heim en Sundsvall er í átta tíma fjarlægð frá Norrköping. Körfubolti Scroll-HM2011 Skroll-Íþróttir Mest lesið Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti „Virkilega galið tap“ Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum Fótbolti Fleiri fréttir Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Sjá meira
HM-teymi Vísis í Svíþjóð skellti sér á körfuboltaleik í Norrköping í dag og sá þá Hlyn Bæringsson og Jakob Örn Sigurðarson spila með Sundsvall Dragons gegn Norrköping Dolphins. Þeir félagar hafa verið sjóðheitir í sænska körfuboltanum í vetur og fyrir leikinn í dag var liðið búið að vinna 13 leiki í röð. Sú sigurganga tók enda í dag gegn ríkjandi meisturum Dolphins en tapið var grátlegt og aðeins með einu stigi. Þeir félagar stóðu báðir vel fyrir sínu og sérstaklega í lokafjórðungnum er þeir Sundsvall kom til baka og var næstum búið að landa sigri eftir að hafa verið 15 stigum undir eftir þrjá leikhluta. "Það var ýmislegt sem klikkaði. Við klúðruðum mörgum skotum og margt í skipulaginu sem við gerðum kolvitlaust," sagði Hlynur og Jakob vildi ekki meina að það hefði verið of mikil pressa að hafa íslenska fjölmiðlamenn á staðnum. Þeir voru báðir á leik Íslands og Brasilíu í gær og skemmtu sér konunglega. Hlynur vill sjá að liðið vinni gull á HM. "Ég segi að við lendum í fyrsta sæti. Við erum búnir að ná í silfur og brons og við getum ekki stefnt á eitthvað lægra en það. Það er fyrir löngu orðið frægt þegar Ólafur Stefánsson viðraði þá hugmynd við Hlyn fyrir ÓL í Peking að hann prófaði að spila vörn með handboltalandsliðinu. Hlynur hefur ekki enn útilokað að spila fyrir handboltalandsliðið. "Ég er alltaf klár fyrir land og þjóð. Það eru Ólympíuleikar árið 2012 og þá verð ég með. Ég vil byrja á Ólympíuleikum. Ég mun spila með landsliðinu. Sjáðu til," sagði Hlynur. Jakob hefur einnig trú á strákunum og segir augljóst að stemningin hjá liðinu sé góð. "Ég hafði gaman af landsleiknum þó svo leikurinn hefði mátt vera jafnari og skemmtilegri. Þetta lítur vel út hjá strákunum og mér sýnist vera fín stemning í hópnum," sagði Jakob en þeir félagar eru nú í rútu á leið heim en Sundsvall er í átta tíma fjarlægð frá Norrköping.
Körfubolti Scroll-HM2011 Skroll-Íþróttir Mest lesið Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti „Virkilega galið tap“ Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum Fótbolti Fleiri fréttir Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Sjá meira