Handbolti

Reynir Þór: Mjög lélegt í alla staði hjá okkur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Reynir Þór Reynisson, þjálfari Framara, var ekki kátur í kvöld. Mynd/Vilhelm
Reynir Þór Reynisson, þjálfari Framara, var ekki kátur í kvöld. Mynd/Vilhelm
Reynir Þór Reynisson, þjálfari Framara, var allt annað en sáttur með sína menn eftir fimm marka tap á heimavelli á móti Haukum í kvöld. Framliðið náði sér aldrei á strik í leiknum og sigur Haukanna var ekki í mikilli hættu.

„Þetta var mjög lélegt í alla staði hjá okkur og það er ekkert flóknara en það. Það var flest að hjá okkur í dag, við vorum andlausir, vörnin var léleg og allt eftir því. Því miður fór þetta svona fyrir okkur," sagði Reynir sem vildi ekki kenna um fjaðrafokinu í kringum kærumálið í aðdraganda þessa leiks.

„Ég held að kærumálið sem slíkt hafi ekki haft áhrif hjá okkur en kannski sat bikarleikurinn eitthvað í okkur. Við vorum bara ólíkir sjálfum okkur í dag," sagði Reynir.

„Það er ekkert annað í stöðunni en að leggjast yfir það sem fór úrskeiðis og laga það. Það er mitt verk að komast að því og reyna að laga það. Við verðum bara að sjá hvað það skilar okkur," sagði Reynir.

„Liðið var búið að spila mjög vel fyrir áramót en við vorum samt ekkert búnir að spila illa eftir áramót. Þessi leikur er einn af tveimur leikjum í vetur sem hafa verið virkilega lélegir hjá okkur. Hinn var í annarri umferð á móti HK. Ég set þennan leik á sama stall því hann var mjög lélegur og mikið andleysi í liðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×