Eik Banki seldur færeysku tryggingarfélagi 13. janúar 2011 08:20 Eik Banki í Færeyjum verður seldur dótturfélagi Tryggingafélags Færeyja, TF Holding. Félagið var hið eina sem bauð í bankann og hljóðar tilboðið upp á 400 til 500 milljónir danskra kr. eða um 8 til 10 milljarða kr. Þetta kom fram í fréttum RUV í morgun. Þar segir að erindrekar stofnunar (Finansiel Stabilitet), sem dönsk stjórnvöld settu á laggirnar eftir hrun til að bjarga dönskum bönkum, og selja þá, komu til Færeyja í fyrrakvöld, og áttu fund með landsstjórninni í gær. Elís Poulsen fréttaritari Ríkisútvarpsins í Færeyjum segir dönsku fulltrúana hafa viljað fá 800 milljónir danskra króna fyrir Eik Banki og þeir hafi reynt að fá landstjórn Færeyja og Seðlabankann til að taka þátt í kaupunum. Því hafnaði landsstjórnin. Við þetta má svo bæta að samkvæmt frétt á vefsíðuni FinansWatch er komin lausn í málefnum Eik Banki. Henning Kruse Petersen stjórnarformaður Finansiel Stabilitet staðfestir það en vill að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Petersen segir að eftir sé að kynna lausnina í stjórn Finansiel Stabilitet en hann telur að stjórnin muni samþykkja hana. Eik Banki fór í þrot í september síðastliðnum. Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Eik Banki í Færeyjum verður seldur dótturfélagi Tryggingafélags Færeyja, TF Holding. Félagið var hið eina sem bauð í bankann og hljóðar tilboðið upp á 400 til 500 milljónir danskra kr. eða um 8 til 10 milljarða kr. Þetta kom fram í fréttum RUV í morgun. Þar segir að erindrekar stofnunar (Finansiel Stabilitet), sem dönsk stjórnvöld settu á laggirnar eftir hrun til að bjarga dönskum bönkum, og selja þá, komu til Færeyja í fyrrakvöld, og áttu fund með landsstjórninni í gær. Elís Poulsen fréttaritari Ríkisútvarpsins í Færeyjum segir dönsku fulltrúana hafa viljað fá 800 milljónir danskra króna fyrir Eik Banki og þeir hafi reynt að fá landstjórn Færeyja og Seðlabankann til að taka þátt í kaupunum. Því hafnaði landsstjórnin. Við þetta má svo bæta að samkvæmt frétt á vefsíðuni FinansWatch er komin lausn í málefnum Eik Banki. Henning Kruse Petersen stjórnarformaður Finansiel Stabilitet staðfestir það en vill að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Petersen segir að eftir sé að kynna lausnina í stjórn Finansiel Stabilitet en hann telur að stjórnin muni samþykkja hana. Eik Banki fór í þrot í september síðastliðnum.
Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira