Ólafur Ragnar: Þurfum að treysta fólkinu í landinu 13. febrúar 2011 14:02 Ólafur Ragnar Grímsson. „Stjórnskipunin er ekki þannig vaxin að forsetinn velti fyrir sér hvort hann eigi að vísa málum til þjóðaratkvæðagreiðslu," sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, í fyrsta ítarlega viðtalinu sem hann gefur fjölmiðlum í þrettán mánuði. Það var Egill Helgason sem ræddi við hann í Silfri Egils í dag en þar sagðist forsetinn ekki hafa ákveðið hvernig hann myndi bregðast við þegar nýtt Icesave-frumvarp verður lagt inn á hans borð til staðfestingar eða synjunar. Ólafur Ragnar hafði hinsvegar skýr skilaboð að færa til þingsins þar sem hann sagði mikilvægast fyrir þingheim að sannfæra þjóðina um að ákvörðunin væri rétt. Hann sagði skorta á samræðum þings og þjóðar um málið. Almennt sagðist hann hlynntur því að þjóðin hefði ávallt síðasta orðið enda réði hún, ekki forystan sem hún kysi að hverju sinni. Ólafur Ragnar sagðist hafa dregið afar dýrmætan lærdóm af síðustu tveimur ákvörðunum sínum um synjun laga til staðfestingar, sem var fyrst árið 2004, þegar forsetinn neitað að samþykkja fjölmiðlalögin umdeildu, og svo í janúar á síðasta ári, þar sem hann synjaði Icesave-frumarpi númer 2 staðfestingar, sem var síðar kolfellt í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ólafur Ragnar segir að ýmsir höfðu spáð hinu versta synjaði hann lögunum. Það kom þó á daginn að dómsdagsspár þeirra rættust ekki, heldur naut þjóðin góðs af. „Niðurstaðan er sú að við þurfum að treysta fólkinu í landinu," sagði forsetinn sem telur nýjan samning mun betri en sá eldri, enda grundvallarmunur á þeim tveimur að mati Ólafs. Icesave Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira
„Stjórnskipunin er ekki þannig vaxin að forsetinn velti fyrir sér hvort hann eigi að vísa málum til þjóðaratkvæðagreiðslu," sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, í fyrsta ítarlega viðtalinu sem hann gefur fjölmiðlum í þrettán mánuði. Það var Egill Helgason sem ræddi við hann í Silfri Egils í dag en þar sagðist forsetinn ekki hafa ákveðið hvernig hann myndi bregðast við þegar nýtt Icesave-frumvarp verður lagt inn á hans borð til staðfestingar eða synjunar. Ólafur Ragnar hafði hinsvegar skýr skilaboð að færa til þingsins þar sem hann sagði mikilvægast fyrir þingheim að sannfæra þjóðina um að ákvörðunin væri rétt. Hann sagði skorta á samræðum þings og þjóðar um málið. Almennt sagðist hann hlynntur því að þjóðin hefði ávallt síðasta orðið enda réði hún, ekki forystan sem hún kysi að hverju sinni. Ólafur Ragnar sagðist hafa dregið afar dýrmætan lærdóm af síðustu tveimur ákvörðunum sínum um synjun laga til staðfestingar, sem var fyrst árið 2004, þegar forsetinn neitað að samþykkja fjölmiðlalögin umdeildu, og svo í janúar á síðasta ári, þar sem hann synjaði Icesave-frumarpi númer 2 staðfestingar, sem var síðar kolfellt í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ólafur Ragnar segir að ýmsir höfðu spáð hinu versta synjaði hann lögunum. Það kom þó á daginn að dómsdagsspár þeirra rættust ekki, heldur naut þjóðin góðs af. „Niðurstaðan er sú að við þurfum að treysta fólkinu í landinu," sagði forsetinn sem telur nýjan samning mun betri en sá eldri, enda grundvallarmunur á þeim tveimur að mati Ólafs.
Icesave Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira