Viðskipti erlent

Eigendur Danske Bank töpuðu 200 milljörðum í morgun

Eigendur Danske Bank, það er hluthafar bankans, töpuðu tæpum 10 milljörðum danskra kr. eða um 200 milljörðum kr. á tveimur tímum í kauphöllinni í Kaupmannahöfn í morgun.

Óhætt er að segja að fréttin um að Danske Bank ætli í 20 milljarða danskra kr. hlutafjárútboð hafi farið þversum í fjárfesta.

Í umfjöllun um málið á business.dk segir að áður en bankinn kom með þessa óvæntu tilkynningu hafi markaðsvirði Danske Bank numið 98 milljörðum danskra kr. Á aðeins tveimur tímum lækkuðu svo hluti í bankanum um 10% þannig að tæpir 10 milljarðar danskra kr. skófust af markaðsvirðinu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×