Teitur Örlygs: Minni spámenn létu til sín taka Elvar Geir Magnússon í Garðabæ skrifar 14. febrúar 2011 21:26 Mynd/vilhelm „Þetta var alveg frábært. Það er mjög gott eftir tvo góða leiki hjá okkur gegn KFÍ og Tindastóli að ná að halda þetta út áfram," sagði Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir að liðið vann Grindavík 79-70 í Iceland Express-deildinni í kvöld. „Það var toppeinbeiting í vörninni og það skilar þessu. Sóknarleikurinn var ekkert sérstakur en minni spámenn í sókninni voru að láta til sín taka. Danni (Daníel Guðmundsson) sem venjulega tekur kannski eitt til tvö skot í leik var aðalsóknarmaðurinn í dag og nýtti skotin sín vel. Það er bara frábært," sagði Teitur en Daníel var stigahæstur í Stjörnuliðiðinu í kvöld með 22 stig. „Aftur var það varnarleikurinn sem skildi á milli. Sóknarleikurinn okkar var alls ekki ásættanlegur á löngum köflum. Grindavík spilaði góða sókn gegn okkur í seinni hálfleiknum." „Síðasti leikur fyrir norðan náði held ég að bjarga okkur frá falli en þessi leikur tryggir okkur líklega í úrslitakeppnina. Það eru svo margir innbyrðisleikir framundan fyrir neðan okkur. Nú er bara að reyna að halda þessu fimmta sæti og helst ekki fara neðar en það. Allt annað er bónus." „Mér finnst við vera á réttri leið með bættum varnarleik og ég tala nú ekki um ef stigaskorið er farið að dreifast meira. Þetta hangir ekki á Justin og Jovan og þá er erfiðara að mæta okkur." Stjarnan-Grindavík 79-70 (27-14, 13-14, 17-21, 22-21) Stjarnan: Daníel G. Guðmundsson 22, Justin Shouse 13/5 fráköst, Jovan Zdravevski 12/4 fráköst, Guðjón Lárusson 11/10 fráköst, Renato Lindmets 11/14 fráköst/3 varin skot, Marvin Valdimarsson 7/5 fráköst/5 stolnir, Ólafur Aron Ingvason 2, Fannar Freyr Helgason 1. Grindavík: Þorleifur Ólafsson 13, Ryan Pettinella 12/11 fráköst, Kevin Sims 12, Páll Axel Vilbergsson 11/5 fráköst, Ólafur Ólafsson 9/5 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 5, Mladen Soskic 5/5 stoðsendingar, Björn Steinar Brynjólfsson 3. Dominos-deild karla Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Fleiri fréttir „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Sjá meira
„Þetta var alveg frábært. Það er mjög gott eftir tvo góða leiki hjá okkur gegn KFÍ og Tindastóli að ná að halda þetta út áfram," sagði Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir að liðið vann Grindavík 79-70 í Iceland Express-deildinni í kvöld. „Það var toppeinbeiting í vörninni og það skilar þessu. Sóknarleikurinn var ekkert sérstakur en minni spámenn í sókninni voru að láta til sín taka. Danni (Daníel Guðmundsson) sem venjulega tekur kannski eitt til tvö skot í leik var aðalsóknarmaðurinn í dag og nýtti skotin sín vel. Það er bara frábært," sagði Teitur en Daníel var stigahæstur í Stjörnuliðiðinu í kvöld með 22 stig. „Aftur var það varnarleikurinn sem skildi á milli. Sóknarleikurinn okkar var alls ekki ásættanlegur á löngum köflum. Grindavík spilaði góða sókn gegn okkur í seinni hálfleiknum." „Síðasti leikur fyrir norðan náði held ég að bjarga okkur frá falli en þessi leikur tryggir okkur líklega í úrslitakeppnina. Það eru svo margir innbyrðisleikir framundan fyrir neðan okkur. Nú er bara að reyna að halda þessu fimmta sæti og helst ekki fara neðar en það. Allt annað er bónus." „Mér finnst við vera á réttri leið með bættum varnarleik og ég tala nú ekki um ef stigaskorið er farið að dreifast meira. Þetta hangir ekki á Justin og Jovan og þá er erfiðara að mæta okkur." Stjarnan-Grindavík 79-70 (27-14, 13-14, 17-21, 22-21) Stjarnan: Daníel G. Guðmundsson 22, Justin Shouse 13/5 fráköst, Jovan Zdravevski 12/4 fráköst, Guðjón Lárusson 11/10 fráköst, Renato Lindmets 11/14 fráköst/3 varin skot, Marvin Valdimarsson 7/5 fráköst/5 stolnir, Ólafur Aron Ingvason 2, Fannar Freyr Helgason 1. Grindavík: Þorleifur Ólafsson 13, Ryan Pettinella 12/11 fráköst, Kevin Sims 12, Páll Axel Vilbergsson 11/5 fráköst, Ólafur Ólafsson 9/5 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 5, Mladen Soskic 5/5 stoðsendingar, Björn Steinar Brynjólfsson 3.
Dominos-deild karla Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Fleiri fréttir „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Sjá meira