Sport

Demirev þjálfar karlandsliðið í blaki

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Zdravko Demirev.
Zdravko Demirev. Mynd/bli.is

Zdravko Demirev hefur verið ráðinn sem þjálfari karlalandsliðsins í blaki en Demirev er þjálfar bæði karla og kvennalið HK í Kópavogi. Zdravko var þjálfari karlalandsliðsins árið 2002 og undir hans stjórn varð Ísland í öðru sæti á Smáþjóðaleikunum í Andorra.

A landslið Íslands í karlaflokki tekur þátt í úrslitum EM smáþjóða helgina 5.-8. maí næstkomandi í Andorra en liðið tryggði sér það sæti á Möltu í fyrra þegar liðið endaði í 2. sæti riðlakeppninnar.

Karlalandsliðið fer einnig á Smáþjóðaleikana í Liechtenstein í lok maí.

Zdravko hefur þjálfað unglingalandslið drengja undanfarin tvö ár en hann mun tilkynna æfingahóp fljótlega.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×