Bjarni Benediktsson fær kaldar kveðjur á Facebook Jón Hákon Halldórsson skrifar 2. febrúar 2011 22:43 Bjarni Benediktsson styður Icesave frumvarpið eins og það lítur út núna. Mynd/ Pjetur. Miklar líkur eru á því að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins muni klofna í afstöðu sinni til Icesavesamningsins, samkvæmt heimildum Vísis. Málið hefur verið gríðarlega mikið rætt í þingflokknum á undanförnum dögum en ekki fengist eining um það. Þó fór svo í dag að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í fjárlaganefnd skiluðu nefndaráliti þar sem lýst er yfir stuðningi við samningsdrögin. Bjarni Benediktsson fjallar um málið á fésbókarsíðu sinni í dag. Þar minnir hann á að þjóðin reis upp gegn Icesave samningi ríkisstjórnarinnar í fyrra og felldi hann með 98% greiddra atkvæða. Það muni ekki gleymast hverjir hafi verið tilbúnir til að samþykkja þá afarkosti og taka áhættu upp á 500 milljarða. „Það er himinn og haf á milli þess samnings og nýja samkomulagsins. Ég hef ávallt stutt viðræður um lausn á málinu og tel rétt að ganga frá því eins og það liggur nú fyrir," segir Bjarni á fésbókarsíðu sinni. Bjarni færa heldur kaldar kveðjur á athugasemdakerfinu við þessari stöðufærslu sinni. „Þetta eru svik við þjóðina," segir einn vinur Bjarna. „Nei Bjarni ég er ekki til í það að borga annarra manna skuldir, punktur og pasta. Þú getur gert það sjálfur," segir annar. „Hefur verið haldinn einhver almennur fundur í flokknum um þessa afstöðu? Þessi afstaða er ekki í takt við vilja meirihluta flokksmanna, leyfi ég mér að fullyrða. Það er algerlega óskiljanlegt að flokkurinn skuli bregðast í þessu mikilvæga máli. Hverju er nú að treysta í þessu þjóðfélagi?" spyr enn einn vinurinn. Það eru hins vegar ekki allir sem eru ósáttir við ákvörðunina. „Ánægður með þig, Bjarni," segir einn fésbókarvinurinn. „Skynsamleg ákvörðun og ég styð hana," segir annar. Alltént er víst að margir hafa skoðanir á málefninu því Bjarni virðist ekki hafa fengið eins mikill viðbrögð við nokkurri annarri stöðuuppfærslu. Icesave Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Miklar líkur eru á því að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins muni klofna í afstöðu sinni til Icesavesamningsins, samkvæmt heimildum Vísis. Málið hefur verið gríðarlega mikið rætt í þingflokknum á undanförnum dögum en ekki fengist eining um það. Þó fór svo í dag að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í fjárlaganefnd skiluðu nefndaráliti þar sem lýst er yfir stuðningi við samningsdrögin. Bjarni Benediktsson fjallar um málið á fésbókarsíðu sinni í dag. Þar minnir hann á að þjóðin reis upp gegn Icesave samningi ríkisstjórnarinnar í fyrra og felldi hann með 98% greiddra atkvæða. Það muni ekki gleymast hverjir hafi verið tilbúnir til að samþykkja þá afarkosti og taka áhættu upp á 500 milljarða. „Það er himinn og haf á milli þess samnings og nýja samkomulagsins. Ég hef ávallt stutt viðræður um lausn á málinu og tel rétt að ganga frá því eins og það liggur nú fyrir," segir Bjarni á fésbókarsíðu sinni. Bjarni færa heldur kaldar kveðjur á athugasemdakerfinu við þessari stöðufærslu sinni. „Þetta eru svik við þjóðina," segir einn vinur Bjarna. „Nei Bjarni ég er ekki til í það að borga annarra manna skuldir, punktur og pasta. Þú getur gert það sjálfur," segir annar. „Hefur verið haldinn einhver almennur fundur í flokknum um þessa afstöðu? Þessi afstaða er ekki í takt við vilja meirihluta flokksmanna, leyfi ég mér að fullyrða. Það er algerlega óskiljanlegt að flokkurinn skuli bregðast í þessu mikilvæga máli. Hverju er nú að treysta í þessu þjóðfélagi?" spyr enn einn vinurinn. Það eru hins vegar ekki allir sem eru ósáttir við ákvörðunina. „Ánægður með þig, Bjarni," segir einn fésbókarvinurinn. „Skynsamleg ákvörðun og ég styð hana," segir annar. Alltént er víst að margir hafa skoðanir á málefninu því Bjarni virðist ekki hafa fengið eins mikill viðbrögð við nokkurri annarri stöðuuppfærslu.
Icesave Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira