Þörf á dýpri umræðu Þorsteinn Pálsson skrifar 22. janúar 2011 06:00 Umræðan um auðlindamál er heit og þrungin tilfinningum. Hún snýst um tvær staðhæfingar. Sú fyrri er: Auðlindirnar eiga að vera í almannaeigu. Sú síðari: Almenningur á að njóta arðsins. Forsætisráðherra hefur gefið fyrirheit um þjóðaratkvæðagreiðslu um þessar staðhæfingar. Ekki þarf að eyða tíma í að spá í úrslitin. Hitt er áhugaverðara að íhuga hvaða breytingar það muni hafa í för með sér þegar allir hafa krossað við já. Forsætisráðherra hefur ekki gefið svör við því. Í ljósi þess að nú eiga stjórnmál að byggjast á upplýstri umræðu og gegnsæi má gera kröfu til þess að forsætisráðherra svari þeirri spurningu áður en hann stefnir þjóðinni til kjörfundar. Yfirlýsingagleðin leggur honum þá ábyrgð á herðar að hafa frumkvæði að dýpri umræðu. Einhverjir kunna að segja að hér þurfi engra skýringa við. Er það svo? Tökum dæmi: Forsætisráðherra hefur lofað að ríkisstjórnin muni vinda ofan af kaupum Magma á HS-orku. Í bókstaflegri merkingu þýðir það þjóðnýtingu. Hún kostar þrjátíu milljarða króna. Vextirnir af þeirri upphæð verða annað hvort teknir af velferðarkerfinu eða almenningi í hærri sköttum. HS-orka á enga auðlind. Hún greiðir hins vegar auðlindagjald til þeirra opinberu aðila sem hana eiga. Sumir hafa sagt að kross við já í atkvæðagreiðslunni um auðlindir í almannaeigu þýði ekki þjóðnýtingu heldur aðeins að samningstíminn um afnotin verði styttur. Auðlindagjaldið ræðst nokkuð af lengd samningstímans. Að stytta samninginn kann því að rýra tekjur opinberra aðila af auðlindinni. Almenningur á rétt á svörum Að því er varðar HS-orku þarf forsætisráðherra að svara því hvor þessara kosta verður fyrir valinu þegar þjóðin hefur sagt já. Að því búnu þarf að rökstyðja almannahagsmunina. Velji ráðherrann fyrri kostinn þarf hann að útskýra nánar hvernig skerðing á framlögum til velferðarkerfisins eða hærri skattar hjálpa til við að ná því marki að almenningur njóti arðsins. Verði seinni kosturinn fyrir valinu þarf að skýra út hvernig lægra auðlindagjald þjónar hagsmunum almennings í þeim sveitarfélögum sem gjaldið fá. Þær raddir hafa heyrst að óskynsamlegt væri að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um almannaeign á auðlindum eins og sakir standa. Rétt málsmeðferð væri sú að fela stjórnlagaþingi að gera tillögur um þess konar orðalag í stjórnarskrá. Margt mælir með þeirri málsmeðferð þó að hún gangi þvert á þau fyrirheit sem forsætisráðherra hefur gefið. Segjum svo að þessi leið verði farin. Leysir það menn undan því að svara spurningum um það hvað felst í slíkum ákvæðum. Svarið er: Nei. Áður en þjóðin fær tækifæri til að taka afstöðu til nýrrar stjórnarskrár í þjóðaratkvæðagreiðslu þarf hún vitaskuld að vera upplýst um hvað í staðhæfingunum felst. Verði þessum málum vísað til stjórnlagaþingsins án fyrirfram þjóðaratkvæðagreiðslu þarf stjórnlagaþingið sjálft að svara þessum spurningum og reyndar fjöldamörgum öðrum af sama toga áður en ákvörðun er tekin. Þingið getur líka kallað eftir svörum frá ríkisstjórninni ef það vill byggja á mati hennar. Slagorð eða upplýsing? Langsamlega stærsti hluti nýtanlegrar orku í jarðhita og fallvötnum er þegar í eigu ríkis og sveitarfélaga. Það breytir ekki hinu að hluti þessara réttinda er enn í einkaeigu. Til að mynda stendur þannig á um lítinn hluta vatnsréttinda í neðri hluta Þjórsár. Fyrir nokkrum árum varð veruleg umræða um hvort unnt væri að nota heimildir orkulaganna til að taka þessi vatnsréttindi í neðri hluta Þjórsár eignarnámi. Ýmsir töldu þá að hagnýting orkunnar í þágu stóriðju væri ekki almannahagsmunir í skilningi laganna. Þingmenn úr röðum VG og Sjálfstæðisflokksins vörðu þá einkaeignaréttinn. Ljóst var að einkaeignarétturinn var í þessu tilviki hindrun í vegi virkjunaráforma. Á að breyta þessari réttarstöðu? Bændur eiga veiðirétt í ám og vötnum. Á að þjóðnýta hann? Ef það er ekki ætlunin þarf að skýra betur út hvað þjóðareign á náttúruauðlindum þýðir. Kjarni vandans er í því fólginn að umræðan hefur verið færð á hæsta stig tilfinninga með skírskotun í einföld slagorð en án þess að brjóta viðfangsefnið efnislega til mergjar. Það hefur verið kallað eftir gagnsæi og upplýstri umræðu. Forsætisráðherra hleypur eftir slagorðum í tunnumótmælum og undirskriftarsöfnunum. Eru hinir almannahagsmunirnir ekki jafn ríkir að upplýst verði fyrir fram að hvaða markmiðum er verið að stefna, hverju á að breyta og hverju ekki? Það er ekki nóg að tala um upplýsta umræðu. Hún þarf að vera lifandi veruleiki. Í þessu máli hefur forsætisráðherra ekki tekist að standa undir þeim kröfum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun
Umræðan um auðlindamál er heit og þrungin tilfinningum. Hún snýst um tvær staðhæfingar. Sú fyrri er: Auðlindirnar eiga að vera í almannaeigu. Sú síðari: Almenningur á að njóta arðsins. Forsætisráðherra hefur gefið fyrirheit um þjóðaratkvæðagreiðslu um þessar staðhæfingar. Ekki þarf að eyða tíma í að spá í úrslitin. Hitt er áhugaverðara að íhuga hvaða breytingar það muni hafa í för með sér þegar allir hafa krossað við já. Forsætisráðherra hefur ekki gefið svör við því. Í ljósi þess að nú eiga stjórnmál að byggjast á upplýstri umræðu og gegnsæi má gera kröfu til þess að forsætisráðherra svari þeirri spurningu áður en hann stefnir þjóðinni til kjörfundar. Yfirlýsingagleðin leggur honum þá ábyrgð á herðar að hafa frumkvæði að dýpri umræðu. Einhverjir kunna að segja að hér þurfi engra skýringa við. Er það svo? Tökum dæmi: Forsætisráðherra hefur lofað að ríkisstjórnin muni vinda ofan af kaupum Magma á HS-orku. Í bókstaflegri merkingu þýðir það þjóðnýtingu. Hún kostar þrjátíu milljarða króna. Vextirnir af þeirri upphæð verða annað hvort teknir af velferðarkerfinu eða almenningi í hærri sköttum. HS-orka á enga auðlind. Hún greiðir hins vegar auðlindagjald til þeirra opinberu aðila sem hana eiga. Sumir hafa sagt að kross við já í atkvæðagreiðslunni um auðlindir í almannaeigu þýði ekki þjóðnýtingu heldur aðeins að samningstíminn um afnotin verði styttur. Auðlindagjaldið ræðst nokkuð af lengd samningstímans. Að stytta samninginn kann því að rýra tekjur opinberra aðila af auðlindinni. Almenningur á rétt á svörum Að því er varðar HS-orku þarf forsætisráðherra að svara því hvor þessara kosta verður fyrir valinu þegar þjóðin hefur sagt já. Að því búnu þarf að rökstyðja almannahagsmunina. Velji ráðherrann fyrri kostinn þarf hann að útskýra nánar hvernig skerðing á framlögum til velferðarkerfisins eða hærri skattar hjálpa til við að ná því marki að almenningur njóti arðsins. Verði seinni kosturinn fyrir valinu þarf að skýra út hvernig lægra auðlindagjald þjónar hagsmunum almennings í þeim sveitarfélögum sem gjaldið fá. Þær raddir hafa heyrst að óskynsamlegt væri að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um almannaeign á auðlindum eins og sakir standa. Rétt málsmeðferð væri sú að fela stjórnlagaþingi að gera tillögur um þess konar orðalag í stjórnarskrá. Margt mælir með þeirri málsmeðferð þó að hún gangi þvert á þau fyrirheit sem forsætisráðherra hefur gefið. Segjum svo að þessi leið verði farin. Leysir það menn undan því að svara spurningum um það hvað felst í slíkum ákvæðum. Svarið er: Nei. Áður en þjóðin fær tækifæri til að taka afstöðu til nýrrar stjórnarskrár í þjóðaratkvæðagreiðslu þarf hún vitaskuld að vera upplýst um hvað í staðhæfingunum felst. Verði þessum málum vísað til stjórnlagaþingsins án fyrirfram þjóðaratkvæðagreiðslu þarf stjórnlagaþingið sjálft að svara þessum spurningum og reyndar fjöldamörgum öðrum af sama toga áður en ákvörðun er tekin. Þingið getur líka kallað eftir svörum frá ríkisstjórninni ef það vill byggja á mati hennar. Slagorð eða upplýsing? Langsamlega stærsti hluti nýtanlegrar orku í jarðhita og fallvötnum er þegar í eigu ríkis og sveitarfélaga. Það breytir ekki hinu að hluti þessara réttinda er enn í einkaeigu. Til að mynda stendur þannig á um lítinn hluta vatnsréttinda í neðri hluta Þjórsár. Fyrir nokkrum árum varð veruleg umræða um hvort unnt væri að nota heimildir orkulaganna til að taka þessi vatnsréttindi í neðri hluta Þjórsár eignarnámi. Ýmsir töldu þá að hagnýting orkunnar í þágu stóriðju væri ekki almannahagsmunir í skilningi laganna. Þingmenn úr röðum VG og Sjálfstæðisflokksins vörðu þá einkaeignaréttinn. Ljóst var að einkaeignarétturinn var í þessu tilviki hindrun í vegi virkjunaráforma. Á að breyta þessari réttarstöðu? Bændur eiga veiðirétt í ám og vötnum. Á að þjóðnýta hann? Ef það er ekki ætlunin þarf að skýra betur út hvað þjóðareign á náttúruauðlindum þýðir. Kjarni vandans er í því fólginn að umræðan hefur verið færð á hæsta stig tilfinninga með skírskotun í einföld slagorð en án þess að brjóta viðfangsefnið efnislega til mergjar. Það hefur verið kallað eftir gagnsæi og upplýstri umræðu. Forsætisráðherra hleypur eftir slagorðum í tunnumótmælum og undirskriftarsöfnunum. Eru hinir almannahagsmunirnir ekki jafn ríkir að upplýst verði fyrir fram að hvaða markmiðum er verið að stefna, hverju á að breyta og hverju ekki? Það er ekki nóg að tala um upplýsta umræðu. Hún þarf að vera lifandi veruleiki. Í þessu máli hefur forsætisráðherra ekki tekist að standa undir þeim kröfum.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun