Ábyrgð SA Valgerður Bjarnadóttir skrifar 8. febrúar 2011 06:00 Baráttan um völdin er hörð þessa dagana. Svo undarlegt sem það nú er þá eru framkvæmdastjóri og stjórn Samtaka atvinnulífsins þar í aðalhlutverki. Svo undarlegt vegna þess að það er óhyggilegt að blanda samtökunum inn í þessa miklu baráttu um verðmæti og völd. Enda hvarflar það oft að mér að talsmaðurinn/framkvæmdastjórinn sé frekar í hefðbundinni pólitík en í forsvari fyrir mikilvæg og nauðsynleg samtök atvinnurekenda. Öll erum við sammála um að traustir atvinnuvegir eru undirstaða efnahagslífsins. Öll erum við sammála um að atvinnuleysið er alvarlegasta vandamálið sem þjóðfélagið glímir nú við. Svo undarlega háttar að forysta atvinnulífsins telur mest áríðandi að gera óbilgjarna og ósanngjarna kröfu um að fiskurinn í sjónum verði nú endanlega afhentur kvótahöfum - nú skal það stimplað og innsiglað. Ef ekki þá fá engir launamenn neinar launahækkanir, svo einfalt skal það vera. Forsvarsmenn atvinnulífsins eru tilbúnir að auka enn á efnahagsvandann og atvinnuleysið með því að keyra allar kjaraviðræður í strand. Það undarlega er að mönnunum virðist ekki finnast neitt athugavert við framgöngu sína. Ég hallast að því að það sé vegna þess að forsvarsmennirnir eru í hefðbundinni pólitík og þeim er nokk sama um allt annað en að flokkurinn þeirra komist aftur til valda. Átján ára valdaseta þeirra sigldi þjóðfélaginu í strand og þeir skirrast ekki við að reyna að stranda skútunni aftur. Fyrirkomulag fiskveiðistjórnunarkerfisins er að bankahruninu frátöldu mesta efnahagslegt óréttlæti sem yfir venjulegt fólk þessa lands hefur gengið. Það þarf að leiðrétta, það þarf ekki að ná sátt við sægreifana. Sægreifarnir þurfa að ná sátt við okkur fólkið í landinu. - Þetta þurfa forsvarsmenn atvinnulífsins að skilja og þeir þurfa líka að átta sig á því að þeirra er ábyrgðin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Bjarnadóttir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Baráttan um völdin er hörð þessa dagana. Svo undarlegt sem það nú er þá eru framkvæmdastjóri og stjórn Samtaka atvinnulífsins þar í aðalhlutverki. Svo undarlegt vegna þess að það er óhyggilegt að blanda samtökunum inn í þessa miklu baráttu um verðmæti og völd. Enda hvarflar það oft að mér að talsmaðurinn/framkvæmdastjórinn sé frekar í hefðbundinni pólitík en í forsvari fyrir mikilvæg og nauðsynleg samtök atvinnurekenda. Öll erum við sammála um að traustir atvinnuvegir eru undirstaða efnahagslífsins. Öll erum við sammála um að atvinnuleysið er alvarlegasta vandamálið sem þjóðfélagið glímir nú við. Svo undarlega háttar að forysta atvinnulífsins telur mest áríðandi að gera óbilgjarna og ósanngjarna kröfu um að fiskurinn í sjónum verði nú endanlega afhentur kvótahöfum - nú skal það stimplað og innsiglað. Ef ekki þá fá engir launamenn neinar launahækkanir, svo einfalt skal það vera. Forsvarsmenn atvinnulífsins eru tilbúnir að auka enn á efnahagsvandann og atvinnuleysið með því að keyra allar kjaraviðræður í strand. Það undarlega er að mönnunum virðist ekki finnast neitt athugavert við framgöngu sína. Ég hallast að því að það sé vegna þess að forsvarsmennirnir eru í hefðbundinni pólitík og þeim er nokk sama um allt annað en að flokkurinn þeirra komist aftur til valda. Átján ára valdaseta þeirra sigldi þjóðfélaginu í strand og þeir skirrast ekki við að reyna að stranda skútunni aftur. Fyrirkomulag fiskveiðistjórnunarkerfisins er að bankahruninu frátöldu mesta efnahagslegt óréttlæti sem yfir venjulegt fólk þessa lands hefur gengið. Það þarf að leiðrétta, það þarf ekki að ná sátt við sægreifana. Sægreifarnir þurfa að ná sátt við okkur fólkið í landinu. - Þetta þurfa forsvarsmenn atvinnulífsins að skilja og þeir þurfa líka að átta sig á því að þeirra er ábyrgðin.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun