Forsetinn fær 38 þúsund undirskriftir á morgun 17. febrúar 2011 18:48 Frá mótmælum á Austurvelli Mynd/Vilhelm Gunnarsson Um 38 þúsund undirskriftir við áskorun til forsetans um að synja Icesave-lögunum verða afhentar á morgun. Einstaklingar geta ekki athugað hvort nöfn þeirra eru á listanum, en fagaðilar eru sagðir fara yfir listann. Forseti Íslands bauð aðstandendum undirskriftarsöfnunarinnar að skila undirskriftunum klukkan þrjú í dag en þeir báðu um frest svo Credit Info gæti samkeyrt kennitölur og nöfn á listanum við þjóðskrá. Tæplega 38 þúsund undirskriftir verða því afhentar á Bessastöðum klukkan ellefu í fyrramálið. Talsamaður söfnunarinnar minnir á að 30 þingmenn hafi greitt atkvæði með þjóðaratkvæðagreiðslu en 33 verið á móti þótt mikill meirihluti þingmanna hafi samþykkt Icesavelögin. Hann sé sannfærður um að forsetinn vísi málinu til þjóðarinnar. „Þessi viðbrögð frá þjóðinni, frá fólkinu í landinu, eru án fordæmis, við höfum aldrei séð jafnmikinn þunga eins og á þessum undirskriftarlista," segir Hallur Hallsson talsmaður Samstöðu þjóðar gegn Icesave. Þetta eru nokkur þúsund fleiri undirskriftir en bárust forseta vegna fjölmiðlalaganna árið 2004 en um 18 þúsund færri en Indefence safnaði og afhenti forsetanum fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna í mars í fyrra. Hallur segir ekki mörg dæmi um að reynt hafi verið að falsa undirskriftir fólks á listanum. Hann segir að ekki sé hægt að skoða hver sé á listanum. Það sé gert til að gæta persónuverndar en IP-tölur og kennitölur hafi verið bornar saman við nöfn fólks á listanum. „Það eru fagaðilar sem horfa yfir öxlina á okkur, þegar því öllu er lokið, getur forsetinn gert sínar kannanir eins og hann telur séu viðeigandi," segir Hallur að lokum. Icesave Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira
Um 38 þúsund undirskriftir við áskorun til forsetans um að synja Icesave-lögunum verða afhentar á morgun. Einstaklingar geta ekki athugað hvort nöfn þeirra eru á listanum, en fagaðilar eru sagðir fara yfir listann. Forseti Íslands bauð aðstandendum undirskriftarsöfnunarinnar að skila undirskriftunum klukkan þrjú í dag en þeir báðu um frest svo Credit Info gæti samkeyrt kennitölur og nöfn á listanum við þjóðskrá. Tæplega 38 þúsund undirskriftir verða því afhentar á Bessastöðum klukkan ellefu í fyrramálið. Talsamaður söfnunarinnar minnir á að 30 þingmenn hafi greitt atkvæði með þjóðaratkvæðagreiðslu en 33 verið á móti þótt mikill meirihluti þingmanna hafi samþykkt Icesavelögin. Hann sé sannfærður um að forsetinn vísi málinu til þjóðarinnar. „Þessi viðbrögð frá þjóðinni, frá fólkinu í landinu, eru án fordæmis, við höfum aldrei séð jafnmikinn þunga eins og á þessum undirskriftarlista," segir Hallur Hallsson talsmaður Samstöðu þjóðar gegn Icesave. Þetta eru nokkur þúsund fleiri undirskriftir en bárust forseta vegna fjölmiðlalaganna árið 2004 en um 18 þúsund færri en Indefence safnaði og afhenti forsetanum fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna í mars í fyrra. Hallur segir ekki mörg dæmi um að reynt hafi verið að falsa undirskriftir fólks á listanum. Hann segir að ekki sé hægt að skoða hver sé á listanum. Það sé gert til að gæta persónuverndar en IP-tölur og kennitölur hafi verið bornar saman við nöfn fólks á listanum. „Það eru fagaðilar sem horfa yfir öxlina á okkur, þegar því öllu er lokið, getur forsetinn gert sínar kannanir eins og hann telur séu viðeigandi," segir Hallur að lokum.
Icesave Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira