Usmanov orðinn þriðji auðugasti Rússinn 15. febrúar 2011 10:57 Alisher Usmanov, fyrrum viðskiptafélagi Kaupþings, er kominn í þriðja sætið yfir auðugustu Rússana. Þetta kemur fram í tímaritinu Finans sem birt hefur nýjan lista yfir auðugustu menn Rússlands. Athygli vekur að Roman Abramovich er ekki lengur í einu af þremur toppsætunum. Í umfjöllun um málið á business.dk kemur fram að í fyrra töldust 114 Rússar vera milljarðamæringar í dollurum talið. Hefur fjöldi þeirra aldrei verið meiri í sögunni. Fyrra met var árið 2007 þegar 101 Rússi töldust til milljarðamæringa í dollurum. Efst á listanum er Vladimir Lisin hinn hlédrægi formaður NLMK Steel í Novolipetsk en auðæfi hans eru metin á 28,3 milljarða dollara eða ríflega 3.300 milljarð kr. Lisin er helsti stálbarón Rússlands en auðæfi margra Rússa í fyrra byggja einkum á gífurlegum hækkunum á hrávöru í heiminum það ár. Í öðru sæti er Michail Prokhorov en hann varð sterkefnaður á að selja hlut sinn í Norlisk Nickel á besta tímapunkti eða vorið 2008. Usmanov er svo í þriðja sæti en auður hans starfar einkum frá Metalloinvest. Auðæfi Usmanov eru metin á tæpa 20 milljarða dollara eða tæplega 2.400 milljarða kr. Í fjórða sæti er svo Oleg Deripaska sem stjórnar álrisanum Rusal og Abramovich kemur svo í fimmta sæti en auðæfi hans eru metin á rúma 17 milljarða dollara. Abramovich jók raunar við auð sinn í fyrra en aðrir juku sinn auð enn meira. Usmanov komst í fréttirnar hér á Íslandi nýlega eftir að í ljós kom að lánanefnd Kaupþings samþykkti að lána honum um 270 milljarða kr. rétt fyrir hrun bankans. Ekki er ljóst hvort að lánið var afgreitt. Tengdar fréttir Usmanov handrukkari - voru bankamenn að bjarga lífi sínu? „Ég trúi því ekki að íslenskir bankamenn séu svona miklir aular að þeir láni manni eins og Usmanov 280 milljarða króna. Ég neita að trúa þeirri sögu,“ sagði Guðmundur Ólafsson, hagfræðingur, í Morgunútvarpinu á rás 2 í morgun. Þar fullyrðir hann að Úsbekinn Alisher Usmanov sé lítið annað en handrukkari eldsneytisfyrirtækisins Gazprom. 5. janúar 2011 13:31 Mest lesið „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Alisher Usmanov, fyrrum viðskiptafélagi Kaupþings, er kominn í þriðja sætið yfir auðugustu Rússana. Þetta kemur fram í tímaritinu Finans sem birt hefur nýjan lista yfir auðugustu menn Rússlands. Athygli vekur að Roman Abramovich er ekki lengur í einu af þremur toppsætunum. Í umfjöllun um málið á business.dk kemur fram að í fyrra töldust 114 Rússar vera milljarðamæringar í dollurum talið. Hefur fjöldi þeirra aldrei verið meiri í sögunni. Fyrra met var árið 2007 þegar 101 Rússi töldust til milljarðamæringa í dollurum. Efst á listanum er Vladimir Lisin hinn hlédrægi formaður NLMK Steel í Novolipetsk en auðæfi hans eru metin á 28,3 milljarða dollara eða ríflega 3.300 milljarð kr. Lisin er helsti stálbarón Rússlands en auðæfi margra Rússa í fyrra byggja einkum á gífurlegum hækkunum á hrávöru í heiminum það ár. Í öðru sæti er Michail Prokhorov en hann varð sterkefnaður á að selja hlut sinn í Norlisk Nickel á besta tímapunkti eða vorið 2008. Usmanov er svo í þriðja sæti en auður hans starfar einkum frá Metalloinvest. Auðæfi Usmanov eru metin á tæpa 20 milljarða dollara eða tæplega 2.400 milljarða kr. Í fjórða sæti er svo Oleg Deripaska sem stjórnar álrisanum Rusal og Abramovich kemur svo í fimmta sæti en auðæfi hans eru metin á rúma 17 milljarða dollara. Abramovich jók raunar við auð sinn í fyrra en aðrir juku sinn auð enn meira. Usmanov komst í fréttirnar hér á Íslandi nýlega eftir að í ljós kom að lánanefnd Kaupþings samþykkti að lána honum um 270 milljarða kr. rétt fyrir hrun bankans. Ekki er ljóst hvort að lánið var afgreitt.
Tengdar fréttir Usmanov handrukkari - voru bankamenn að bjarga lífi sínu? „Ég trúi því ekki að íslenskir bankamenn séu svona miklir aular að þeir láni manni eins og Usmanov 280 milljarða króna. Ég neita að trúa þeirri sögu,“ sagði Guðmundur Ólafsson, hagfræðingur, í Morgunútvarpinu á rás 2 í morgun. Þar fullyrðir hann að Úsbekinn Alisher Usmanov sé lítið annað en handrukkari eldsneytisfyrirtækisins Gazprom. 5. janúar 2011 13:31 Mest lesið „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Usmanov handrukkari - voru bankamenn að bjarga lífi sínu? „Ég trúi því ekki að íslenskir bankamenn séu svona miklir aular að þeir láni manni eins og Usmanov 280 milljarða króna. Ég neita að trúa þeirri sögu,“ sagði Guðmundur Ólafsson, hagfræðingur, í Morgunútvarpinu á rás 2 í morgun. Þar fullyrðir hann að Úsbekinn Alisher Usmanov sé lítið annað en handrukkari eldsneytisfyrirtækisins Gazprom. 5. janúar 2011 13:31