Sport

Fótbrotnaði í brunkeppni en vissi ekki af því

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Svissneski skíðamaðurinn Georg Streitberger féll illa í brunkeppni á heimsbikarmótinu í  Chamonix á laugardag.
Svissneski skíðamaðurinn Georg Streitberger féll illa í brunkeppni á heimsbikarmótinu í Chamonix á laugardag. Nordic Photos/Getty Images

Svissneski skíðamaðurinn Georg Streitberger féll illa í brunkeppni á heimsbikarmótinu í Chamonix á laugardag en eftir fallið stóð hann upp og renndi sér sjálfur niður brekkuna inn í endamarkið þrátt fyrir að vera úr leik. Streitberger áttaði sig ekki á því að hann var fótbrotinn og með illa löskuð liðbönd í hné og missir hann af því sem eftir lifir af keppnistímabilinu.

Hinn 29 ára gamli Streitberger fór í aðgerð í gær og í viðtali við fjölmiðla í Austurríkis sagði Streitberger að hann væri vonsvikinn að geta ekki tekið þátt á heimsmeistaramótinu sem hefst fljótlega.

Á undanförnum vikum hafa nokkrir skíðamenn slasað sig í keppni og við æfingar. Þar má nefna Hans Grugger og Mario Scheiber sem eru einnig frá Sviss en þeir verða ekki með á HM. Grugger slasaðist á höfði í Kitzbühel og þurfti að fara í aðgerð í kjölfarið. Scheiber féll á æfingu fyrir brunkeppnina í Chamonix þar sem hann braut viðbein og nef.

Kanadamaðurinn Manuel Osborne-Paradis, féll á sama stað og Streitberger í keppninn á laugardag, og hann fótbrotnaði auk þess að slíta krossband í hné.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×