Stórt innherjasvikamál upplýst á Wall Street 9. febrúar 2011 14:21 Rannsókn á stóru innherjasvikamáli á Wall Street hefur leitt til handtöku fjögurra manna. Einn er greinandi en þrír voru forstjórar vogunarsjóða, þar af tveir frá milljarðasjóðnum SAC Capital. Fjallað er um málið á Financial Times. Þar segir að fjórmennirnar þessir hafi náð að svíkja út um 30 milljónir dollara eða um 3,4 milljarða kr. með því að nota sér innherjaupplýsingar á ólögmætan hátt. Málið er eitt af þeim stærri sem fjármálaeftirlit Bandaríkjanna (SEC) hefur haft til rannsóknar um innherjasvik á Wall Street. Fram kemur að það er einkum í vogunarsjóðum sem innri vitneskja er nýtt m.a. um komandi ársfjórðungsuppgjör hjá fyrirtækjum. Forstjórarnir tveir voru reknir frá SAC Captial í fyrra fyrir að standa sig ekki í stykkinu að því er segir í tilkynningu frá sjóðnum. Jafnframt lýsir sjóðurinn yfir hneykslun sinni á framferði þeirra. Þeir hafa báðir lýst yfir sekt sinni. Samhliða því að lýsa sig seka hafa þeir tveir unnið með FBI að rannsókn lögreglunnar á málinu. Þar hafa þeir meðal annars lagt fram upptöku af símtali við Samir Barai stofnanda vogunarsjóðsins Barai Capital sem er einn þeirra fjögurra. Í upptökunni má heyra þá ræða saman um eyðingu á gögnum af UBS-lyklum en í gögnunum voru innherjaupplýsingar frá ýmsum fyrirtækjum. Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Rannsókn á stóru innherjasvikamáli á Wall Street hefur leitt til handtöku fjögurra manna. Einn er greinandi en þrír voru forstjórar vogunarsjóða, þar af tveir frá milljarðasjóðnum SAC Capital. Fjallað er um málið á Financial Times. Þar segir að fjórmennirnar þessir hafi náð að svíkja út um 30 milljónir dollara eða um 3,4 milljarða kr. með því að nota sér innherjaupplýsingar á ólögmætan hátt. Málið er eitt af þeim stærri sem fjármálaeftirlit Bandaríkjanna (SEC) hefur haft til rannsóknar um innherjasvik á Wall Street. Fram kemur að það er einkum í vogunarsjóðum sem innri vitneskja er nýtt m.a. um komandi ársfjórðungsuppgjör hjá fyrirtækjum. Forstjórarnir tveir voru reknir frá SAC Captial í fyrra fyrir að standa sig ekki í stykkinu að því er segir í tilkynningu frá sjóðnum. Jafnframt lýsir sjóðurinn yfir hneykslun sinni á framferði þeirra. Þeir hafa báðir lýst yfir sekt sinni. Samhliða því að lýsa sig seka hafa þeir tveir unnið með FBI að rannsókn lögreglunnar á málinu. Þar hafa þeir meðal annars lagt fram upptöku af símtali við Samir Barai stofnanda vogunarsjóðsins Barai Capital sem er einn þeirra fjögurra. Í upptökunni má heyra þá ræða saman um eyðingu á gögnum af UBS-lyklum en í gögnunum voru innherjaupplýsingar frá ýmsum fyrirtækjum.
Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira