Isavia málið: Tímamótadómur að mati lögfræðings BSRB Símon Birgisson skrifar 9. febrúar 2011 19:34 Tímamótadómur féll í Héraðsdómi Reykjaness í dag þegar ríkisfyrirtækið Ísavía var dæmt til að greiða konu miskabætur vegna kynferðislegrar áreitni af hálfu hátt setts yfirmanns. Lögmaður BSRB segir málið fordæmisgefandi. Yfirmaðurinn er enn við störf. „Við teljum að þetta sé fordæmisgefandi því það hefur ekki áður verið skilgreint hvað sé kynferðisleg áreitni samkvæmt jafnréttislögum og einnig hver viðbrögð atvinnurekenda eiga að vera í kjölfar þess að slík mál koma upp," segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir lögmaður BSRB. Upphaf málsins má rekja til þess að konan fór með tveimur yfirmönnum, framkvæmdastjóra sinnar deildar og svo yfireftirlitsmanni með öryggisatriðum fyrirtækisins, í vinnuferð í sumarbústað í Grímsnesi. Henni var tjáð að í ferðinni ætti að ræða um breytingar á starfi hennar. Um kvöldið reyndu mennirnir að fá konuna með sér ofan í heitan pott og tók konan þá eftir því að annar mannana var nakinn. Hún lokaði sig inn í herbergi. Síðar um kvöldið ruddist framkvæmdastjórinn inn í herbergið, þegar hann sat inn í stofu með konunni bað hann konuna um að taka í hönd sína. Í dómnum er vitnað í viðtal konunnar við lækni. Þar lýsir hún aðstæðum sem ógnandi, hún hafi upplifað algjört hjálparleysi á stað utan mannabyggða. „Í upphafi er málið ekki skilgreint sem kynferðisleg áreitni af hálfu þeirra. Og allt framhald málsins tekur mið af því. Þeir telja nægjanlegt aðgert með því að veita henni sálfræðiþjónustu. Svo rýrnar starf hennar svo um munar og við töldum að það væri lögbrot því það má ekki bitna á kvartanda það að hann hafi borið fram þessa kvörtun," segir Sonja. Viðbót 10. febrúar: Lögfræðingur BSRB hafði samband við fréttastofu og vildi undirstrika mál sitt: „Málið er fordæmisgefandi því í honum er tekin afstaða til þess hvort atvikið sem félagsmaður okkar lenti í teldist vera kynferðisleg áreitni. Þá er einnig fjallað um hvort viðbrögð atvinnurekanda hafi verið rétt. Því hefur málið mikla þýðingu fyrir allt launafólk þar sem í honum er að finna ákveðnar leiðbeiningar um hvernig atvinnurekendur skuli bregðast við kvörtunum vegna kynferðislegrar áreitni." „Atvinnurekandinn taldi að ekki hefði verið um kynferðislega áreitni að ræða og tóku viðbrögð hans og allar ákvarðanir varðandi konuna mið af því. Þeir töldu nægilega aðgert að veita henni sálfræðiþjónustu og töldu ekkert athugavert við að dregið hafi verið úr verkefnum og heimildum hennar í starfi. Í niðurstöðu dómsins kemur skýrt fram að óheimilt er að láta það bitna á starfsmanni að hann hafi kvartað yfir slíku athæfi líkt og var raunin í þessu máli." Fréttir Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira
Tímamótadómur féll í Héraðsdómi Reykjaness í dag þegar ríkisfyrirtækið Ísavía var dæmt til að greiða konu miskabætur vegna kynferðislegrar áreitni af hálfu hátt setts yfirmanns. Lögmaður BSRB segir málið fordæmisgefandi. Yfirmaðurinn er enn við störf. „Við teljum að þetta sé fordæmisgefandi því það hefur ekki áður verið skilgreint hvað sé kynferðisleg áreitni samkvæmt jafnréttislögum og einnig hver viðbrögð atvinnurekenda eiga að vera í kjölfar þess að slík mál koma upp," segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir lögmaður BSRB. Upphaf málsins má rekja til þess að konan fór með tveimur yfirmönnum, framkvæmdastjóra sinnar deildar og svo yfireftirlitsmanni með öryggisatriðum fyrirtækisins, í vinnuferð í sumarbústað í Grímsnesi. Henni var tjáð að í ferðinni ætti að ræða um breytingar á starfi hennar. Um kvöldið reyndu mennirnir að fá konuna með sér ofan í heitan pott og tók konan þá eftir því að annar mannana var nakinn. Hún lokaði sig inn í herbergi. Síðar um kvöldið ruddist framkvæmdastjórinn inn í herbergið, þegar hann sat inn í stofu með konunni bað hann konuna um að taka í hönd sína. Í dómnum er vitnað í viðtal konunnar við lækni. Þar lýsir hún aðstæðum sem ógnandi, hún hafi upplifað algjört hjálparleysi á stað utan mannabyggða. „Í upphafi er málið ekki skilgreint sem kynferðisleg áreitni af hálfu þeirra. Og allt framhald málsins tekur mið af því. Þeir telja nægjanlegt aðgert með því að veita henni sálfræðiþjónustu. Svo rýrnar starf hennar svo um munar og við töldum að það væri lögbrot því það má ekki bitna á kvartanda það að hann hafi borið fram þessa kvörtun," segir Sonja. Viðbót 10. febrúar: Lögfræðingur BSRB hafði samband við fréttastofu og vildi undirstrika mál sitt: „Málið er fordæmisgefandi því í honum er tekin afstaða til þess hvort atvikið sem félagsmaður okkar lenti í teldist vera kynferðisleg áreitni. Þá er einnig fjallað um hvort viðbrögð atvinnurekanda hafi verið rétt. Því hefur málið mikla þýðingu fyrir allt launafólk þar sem í honum er að finna ákveðnar leiðbeiningar um hvernig atvinnurekendur skuli bregðast við kvörtunum vegna kynferðislegrar áreitni." „Atvinnurekandinn taldi að ekki hefði verið um kynferðislega áreitni að ræða og tóku viðbrögð hans og allar ákvarðanir varðandi konuna mið af því. Þeir töldu nægilega aðgert að veita henni sálfræðiþjónustu og töldu ekkert athugavert við að dregið hafi verið úr verkefnum og heimildum hennar í starfi. Í niðurstöðu dómsins kemur skýrt fram að óheimilt er að láta það bitna á starfsmanni að hann hafi kvartað yfir slíku athæfi líkt og var raunin í þessu máli."
Fréttir Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira