Róma tryggði sér sæti í undanúrslitum ítölsku bikarkeppninnar í kvöld með 2-0 sigri á útivelli gegn Juventus í Tórínó. Mirko Vucinic kom gestunum yfir um miðja síðari hálfleik og Rodrigo Taddei tryggði sigurinn á lokamínútunni.
Róma mætir Inter í undanúrslitum og í hinum undanúrslitaleiknum mætast AC Milan og Palermo. Undanúrslitaleikirnir fara fram í apríl og maí.