Sport

JR bikarmeistari á afmælismóti Júdósambandsins

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Bikarmeistaralið JR.
Bikarmeistaralið JR. JSÍ

Afmælismót Júdósambands Íslands fór fram í gær og voru keppendur rúmlega 50 og komu þeir frá öllum aðildarfélögum JSÍ. Júdófélag Reykjavíkur fagnaði sigri í bikarkeppni karla sem fram fór strax að loknu afmælismótinu .

Sigur Birgis Ómarssonar úr Ármanni í -90 kg. flokknum vakti mesta athygli en Birgir keppir venjulega í -81 kg. flokknum. Hann hafði betur gegn Þorvaldi Blöndal úr Ármanni í úrslitum.

Þormóður Jónsson úr JR sigraði í þungavigtarflokknum en Þorvaldur sigraði í opnum flokki - sem hann hefur reyndar gert margoft áður.

Sigrún Elísa Magnúsdóttir úr Júdófélagi Reykjavíkur sigraði í opnum flokki kvenna og +78 kg. Kristín Ásta Guðmundsdóttir úr KA sigraði í -70 kg og Ásta Lovísa Arnórsdóttir sigraði í -57kg.

Öll úrslit mótsins má nálgast hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×