Krabbamein snertir allar fjölskyldur Guðbjartur Hannesson skrifar 4. febrúar 2011 11:00 Dag hvern greinast þrír eða fjórir Íslendingar að jafnaði með krabbamein. Þetta er sjúkdómur sem snertir allar fjölskyldur landsins fyrr eða síðar með einhverjum hætti. Mikilvægt er að gera allt sem hægt er til að koma í veg fyrir sjúkdóminn, greina hann snemma og veita bestu fáanlegu meðferð. Eins er mikils virði að styðja sjúklinga og aðstandendur þeirra til að takast á við breyttar aðstæður. Íslendingar standa mjög framarlega í öllum samanburði milli landa á þessu sviði. Sem dæmi má nefna að leit að krabbameini í leghálsi og brjóstum er á heimsmælikvarða, bið sjúklinga eftir að komast í viðeigandi meðferð er óvíða styttri en hér, meðferðin er markviss og lífshorfur sjúklinga með því besta sem þekkist. Í tilefni af alþjóðlegum krabbameinsdegi, 4. febrúar, legg ég áherslu á að ekkert verður gefið eftir í baráttunni við þennan vágest. Til marks um það má nefna ályktun Alþingis um bólusetningu gegn leghálskrabbameini sem fyrirhugað er að hefjist á þessu ári. Þá er ástæða til að fagna sérstaklega þeim mikla árangri sem náðst hefur í tóbaksvörnum. Nýjustu kannanir sýna að einungis sjöundi hver fullorðinn Íslendingur reykir daglega, sem er veruleg breyting frá því sem var fyrir örfáum áratugum. Þessi árangur ætti að vera okkur hvatning á öðrum sviðum forvarna þar sem víða er verk að vinna. Áætlun um aðgerðir og markmið í baráttunni við krabbameinSkýr stefna og skilgreind og mælanleg markmið eru mikilvæg forsenda fyrir árangri. Íslensk heilbrigðisáætlun er leiðarvísir fyrir heilbrigðiskerfið og nú er unnið að endurskoðun hennar. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hvetur þjóðir til að setja sér sérstaka áætlun um aðgerðir og markmið í baráttunni við krabbamein og margar þjóðir hafa gert það. Ég tel þetta skynsamlegt, enda mikið í húfi, og hef því ákveðið að ráðast í þetta verkefni. Það er við hæfi að tilkynna þessa ákvörðun á alþjóðlegum krabbameinsdegi og jafnframt að unnið verði að málinu á þessu ári, þegar Krabbameinsfélag Íslands fagnar sextíu ára afmæli. Ég hvet landsmenn til að huga að heilbrigðu lífi á allan hátt, vera vakandi fyrir einkennum krabbameins og hika ekki við að leita læknis ef minnsti grunur vaknar. Við höfum staðið okkur vel í þessum málaflokki og ætlum að vera áfram í fremstu röð í heiminum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbjartur Hannesson Mest lesið Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Hvað segir ein mynd af barni okkur? Anna María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Konur gegn hernaði og nýlenduhyggju Lea María Lemarquis skrifar Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stenzt ekki stjórnarskrána Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Langþráður áfangi að hefja skimun fyrir ristilkrabbameini Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Jósefssagan og einelti Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar Skoðun Innanlandsflug eru almenningssamgöngur ! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stígamót í 35 ár Drífa Snædal skrifar Skoðun Nýtum atkvæði okkar VR-ingar Ásgeir Geirsson skrifar Skoðun Hvað segir ein mynd af barni okkur? Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl: Fyrsta flokks kennari, fyrsta flokks rektor Þorri Geir Rúnarsson skrifar Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Dag hvern greinast þrír eða fjórir Íslendingar að jafnaði með krabbamein. Þetta er sjúkdómur sem snertir allar fjölskyldur landsins fyrr eða síðar með einhverjum hætti. Mikilvægt er að gera allt sem hægt er til að koma í veg fyrir sjúkdóminn, greina hann snemma og veita bestu fáanlegu meðferð. Eins er mikils virði að styðja sjúklinga og aðstandendur þeirra til að takast á við breyttar aðstæður. Íslendingar standa mjög framarlega í öllum samanburði milli landa á þessu sviði. Sem dæmi má nefna að leit að krabbameini í leghálsi og brjóstum er á heimsmælikvarða, bið sjúklinga eftir að komast í viðeigandi meðferð er óvíða styttri en hér, meðferðin er markviss og lífshorfur sjúklinga með því besta sem þekkist. Í tilefni af alþjóðlegum krabbameinsdegi, 4. febrúar, legg ég áherslu á að ekkert verður gefið eftir í baráttunni við þennan vágest. Til marks um það má nefna ályktun Alþingis um bólusetningu gegn leghálskrabbameini sem fyrirhugað er að hefjist á þessu ári. Þá er ástæða til að fagna sérstaklega þeim mikla árangri sem náðst hefur í tóbaksvörnum. Nýjustu kannanir sýna að einungis sjöundi hver fullorðinn Íslendingur reykir daglega, sem er veruleg breyting frá því sem var fyrir örfáum áratugum. Þessi árangur ætti að vera okkur hvatning á öðrum sviðum forvarna þar sem víða er verk að vinna. Áætlun um aðgerðir og markmið í baráttunni við krabbameinSkýr stefna og skilgreind og mælanleg markmið eru mikilvæg forsenda fyrir árangri. Íslensk heilbrigðisáætlun er leiðarvísir fyrir heilbrigðiskerfið og nú er unnið að endurskoðun hennar. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hvetur þjóðir til að setja sér sérstaka áætlun um aðgerðir og markmið í baráttunni við krabbamein og margar þjóðir hafa gert það. Ég tel þetta skynsamlegt, enda mikið í húfi, og hef því ákveðið að ráðast í þetta verkefni. Það er við hæfi að tilkynna þessa ákvörðun á alþjóðlegum krabbameinsdegi og jafnframt að unnið verði að málinu á þessu ári, þegar Krabbameinsfélag Íslands fagnar sextíu ára afmæli. Ég hvet landsmenn til að huga að heilbrigðu lífi á allan hátt, vera vakandi fyrir einkennum krabbameins og hika ekki við að leita læknis ef minnsti grunur vaknar. Við höfum staðið okkur vel í þessum málaflokki og ætlum að vera áfram í fremstu röð í heiminum.
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun
Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar
Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar
Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun