Fimmtíu þúsund undirskriftir gætu haft áhrif á afstöðu Bjarna 6. febrúar 2011 13:08 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Mynd/Pjetur Formaður Sjálfstæðisflokksins hefur ekki gert upp við sig hvort Icesave-samningurinn eigi að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hann segir þó að vissulega hefði það áhrif á afstöðu sína ef fram kæmu 50 þúsund undirskriftir líkt og með fyrri samning. Þingmenn og fyrrum ráðherrar flokksins vilja að þjóðin eigi síðasta orðið. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins styður Icesavesamninginn en sú afstaða hefur sætt nokkurri gagnrýni innan flokksins. Á opnum fundi sem haldinn var í Valhöll í gær var mörgum fundarmönnum tíðrætt um að réttast væri að málið færi í þjóðaratkvæðagreiðslu. „Þegar málið fór síðast fyrir þjóðina var efnahagslegt sjálfstæði okkar í húfi, mér finnst það ekki eiga við núna. Þá voru langir undirskriftarlistar sem lágu fyrir, fimmtíu þúsund manns að ég held og þá var málið líka umdeilt í þinginu og lengstu umræður í þingsögunni fóru fram," segir Bjarni og tekur fram að hann hafi ekki útilokað það hvort að málið fari til þjóðarinnar. Einhverjir þingmenn flokksins hafa lýst því yfir að þeir vilji málið í þjóðaratkvæðagreiðslu og undir það tekur Björn Bjarnason fyrrum ráðherra flokksins. Hann segir á heimasíðu sinni að meginrökin séu þau að málið sé nú í höndum þingsins af því að þjóðin vísaði því þangað í atkvæaðgreiðslu, þetta eigi ekkert skylt við það hvort fleiri eða færri þingmenn samþykki lögin. En hvað með afstöðu Indfence-hópsins,sem styður ekki núverandi samning. Hefði það áhrif á afstöðu Bjarna ef fram kæmu 50 þúsund undirskriftir? „Það myndi að sjálfsögðu hafa áhrif en það er mikill munur á umsögn Indefencehópsins á þessum samningi og þeim fyrri. Þeir geta ekki hlaupið frá þeirri umsögn sem þeir skiluðu inn til þingsins, þar gerðu þeir aðeins áskilnað um einn fyrirvara. Það mátti ekkert skilja það öðruvísi en að þeir myndu styðja samninginn ef sú tillaga næði fram að ganga. Sú breytingartillaga snérist um að sett yrði inn í lög að tiltekinn lagaskilningur um meðferð þrotabúsins myndi ráða för. Ég tel hinsvegar fullnægjandi að íslenskum dómstólum verði falið að meta hvaða reglur íslensk lög geyma með sér um það efni." Fréttir Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Fleiri fréttir Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Sjá meira
Formaður Sjálfstæðisflokksins hefur ekki gert upp við sig hvort Icesave-samningurinn eigi að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hann segir þó að vissulega hefði það áhrif á afstöðu sína ef fram kæmu 50 þúsund undirskriftir líkt og með fyrri samning. Þingmenn og fyrrum ráðherrar flokksins vilja að þjóðin eigi síðasta orðið. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins styður Icesavesamninginn en sú afstaða hefur sætt nokkurri gagnrýni innan flokksins. Á opnum fundi sem haldinn var í Valhöll í gær var mörgum fundarmönnum tíðrætt um að réttast væri að málið færi í þjóðaratkvæðagreiðslu. „Þegar málið fór síðast fyrir þjóðina var efnahagslegt sjálfstæði okkar í húfi, mér finnst það ekki eiga við núna. Þá voru langir undirskriftarlistar sem lágu fyrir, fimmtíu þúsund manns að ég held og þá var málið líka umdeilt í þinginu og lengstu umræður í þingsögunni fóru fram," segir Bjarni og tekur fram að hann hafi ekki útilokað það hvort að málið fari til þjóðarinnar. Einhverjir þingmenn flokksins hafa lýst því yfir að þeir vilji málið í þjóðaratkvæðagreiðslu og undir það tekur Björn Bjarnason fyrrum ráðherra flokksins. Hann segir á heimasíðu sinni að meginrökin séu þau að málið sé nú í höndum þingsins af því að þjóðin vísaði því þangað í atkvæaðgreiðslu, þetta eigi ekkert skylt við það hvort fleiri eða færri þingmenn samþykki lögin. En hvað með afstöðu Indfence-hópsins,sem styður ekki núverandi samning. Hefði það áhrif á afstöðu Bjarna ef fram kæmu 50 þúsund undirskriftir? „Það myndi að sjálfsögðu hafa áhrif en það er mikill munur á umsögn Indefencehópsins á þessum samningi og þeim fyrri. Þeir geta ekki hlaupið frá þeirri umsögn sem þeir skiluðu inn til þingsins, þar gerðu þeir aðeins áskilnað um einn fyrirvara. Það mátti ekkert skilja það öðruvísi en að þeir myndu styðja samninginn ef sú tillaga næði fram að ganga. Sú breytingartillaga snérist um að sett yrði inn í lög að tiltekinn lagaskilningur um meðferð þrotabúsins myndi ráða för. Ég tel hinsvegar fullnægjandi að íslenskum dómstólum verði falið að meta hvaða reglur íslensk lög geyma með sér um það efni."
Fréttir Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Fleiri fréttir Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Sjá meira