Í dag kepptu Íslendingar í tveimur greinum á vetrarhátið Ólympíuæskunnar, stórsvigi pilta og sprettgöngu pilta. Stúlkurnar í hópnum nýttu hins vegar tímann til æfinga, enda keppni á morgun í listhlaupi og svigi stúlkna.
Að sögn Friðriks Einarssonar, aðalfararstjóra hópsins, gekk nokkuð vel í sprettgöngu hjá strákunum okkar. Gunnar Birgisson hafnaði í 68. sæti og Sindri Freyr Kristinsson í 80. sæti. Þeir tóku aðeins einn sprett, en aðeins 30 efstu komust áfram í næstu umferð. Þeir gerðu sitt besta og stóðu sig vel og það er það sem skiptir mestu máli. 85 keppendur voru skráðir til leiks í sprettgöngu pilta.
Í stórsviginu gekk ekki eins vel. Mikið var um góða skíðamenn og okkar keppendur voru helst til stressaðir, enda ekki oft sem þeir taka þátt í eins sterku móti. Jakob Helgi Bjarnason og Róbert Ingi Tómasson keyrðu út úr braut í fyrri ferð og Sturla Snær Snorrason féll í síðari ferð. Einar Kristinn Kristgeirsson lauk hins vegar keppni og endaði í 40. sæti á 1:46.26 (116,84 FIS punktar). Alls voru 101 keppendur skráðir til leiks og luku 65 keppni.
Það hefur háð hópnum að hluti skíða liðsins varð viðskila við hópinn síðastliðinn laugardag. Þau komu þó loks til Liberec seint í gærkvöldi og voru þjálfarar og fararstjóri að undirbúa þau fyrir keppni fram eftir nóttu. Annars er fínt veður í Liberec og góður andi í hópnum.
Gekk illa hjá krökkunum

Mest lesið

Glórulaus tækling Gylfa Þórs
Íslenski boltinn




„Bæði svekktur en líka stoltur“
Íslenski boltinn

„Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“
Körfubolti

„Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“
Körfubolti

„Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“
Körfubolti

„Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“
Íslenski boltinn
