Hamilton og Button bjartsýnir og ástríðufullir á nýjum bíl 4. febrúar 2011 13:24 Lewis Hamilton á Jenson Button við nýja McLaren bílinn. Mynd: Getty Images/Joern Polex McLaren liðið frumsýndi nýja McLaren Formúlu 1 bílinn í Berlín í dag og Jenson Button og Lewis Hamilton voru á staðnum. Þeir aka bílnum í 20 mótum á þessu keppnistímabili. Báðir ökumenn æfðu á Valencia brautinni í vikunni, en flugu síðan til Berlínar til að kynna nýja bílinn fyrir heimspressunni á hinum fræga Potzdam torgi. McLaren vann 5 mót í fyrra og Button sem er búinn að vera 12 ár í Formúlu 1 segir að slagurinn verði harður í ár. "Ég hef átt góð og slæm ár. En ég er heppinn að vera hluti af McLaren, sem hefur mikla sögu á bakvið sig og hefur alltaf verið í toppslagnum og átt marga meistara. Við erum alltaf að reyna að gera betur og það er ástríða innan liðsins", sagði Button á kynningu McLaren. Hamilton var glaðlegur, þrátt fyrir kulda í Berlín og leist vel á nýja farartækið. "Þetta er mikilvægur dagur fyrir liðið og bíllinn er fallegur. Ég er spenntur að komast á (Jerez) brautina í næstu viku á honum. Síðasta ár var eitt það besta í Formúlu 1 og við verðum sterkari en í fyrra. Ég er bjartsýnn", sagði Hamilton. Meira um frumsýninguna Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
McLaren liðið frumsýndi nýja McLaren Formúlu 1 bílinn í Berlín í dag og Jenson Button og Lewis Hamilton voru á staðnum. Þeir aka bílnum í 20 mótum á þessu keppnistímabili. Báðir ökumenn æfðu á Valencia brautinni í vikunni, en flugu síðan til Berlínar til að kynna nýja bílinn fyrir heimspressunni á hinum fræga Potzdam torgi. McLaren vann 5 mót í fyrra og Button sem er búinn að vera 12 ár í Formúlu 1 segir að slagurinn verði harður í ár. "Ég hef átt góð og slæm ár. En ég er heppinn að vera hluti af McLaren, sem hefur mikla sögu á bakvið sig og hefur alltaf verið í toppslagnum og átt marga meistara. Við erum alltaf að reyna að gera betur og það er ástríða innan liðsins", sagði Button á kynningu McLaren. Hamilton var glaðlegur, þrátt fyrir kulda í Berlín og leist vel á nýja farartækið. "Þetta er mikilvægur dagur fyrir liðið og bíllinn er fallegur. Ég er spenntur að komast á (Jerez) brautina í næstu viku á honum. Síðasta ár var eitt það besta í Formúlu 1 og við verðum sterkari en í fyrra. Ég er bjartsýnn", sagði Hamilton. Meira um frumsýninguna
Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira