Viðskipti erlent

Halli hins opinbera í Danmörku 2.200 milljarðar á næsta ári

Hallinn á rekstri hins opinbera í Danmörku fer yfir 100 milljarða danskra króna eða sem svarar til 2.200 milljarða króna á næsta ári.

Þetta kemur fram í yfirliti um ríkisfjármálin sem lagt verður fram í danska þinginu í dag. Í dönskum fjölmiðlum segir að þetta sé 5 milljörðum danskra króna meiri halli en gert hafi verið ráð fyrir.

Ástæðan fyrir versnandi stöðu á ríkissjóði Danmerkur má rekja til efnahagskreppunnar í Evrópu sem leitt hefur til minni skatttekna danska ríkisins og aukinna útgjalda vegna atvinnuleysisbóta og fleira.

Hallinn á ríkissjóði í ár verður um 70 milljarðar danskra króna eða sem nemur 4% af landsframleiðslu landsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×