Viðskipti erlent

Aldrei mælst meiri andstaða gegn evrunni í Danmörku

Andstaða Dana gegn upptöku evrunnar hefur aldrei verið meiri í sögunni.

Í nýrri skoðanakönnun á vegum Danske Bank kemur fram að 71% Dana myndu segja nei við upptöku evrunnar í dag eða eru neikvæðir í garð hennar en rúmlega 26% myndu segja já eða eru jákvæðir gagnvart evrunni.

Andstaðan gegn evrunni hefur ekki mælst meiri í Danmörku síðan árið 1999 að farið var að gera skoðanakannanir um málið. Í frétt um málið á börsen segir að skuldakreppan á evrusvæðinu sé ástæðan fyrir miklum mótbyr evrunnar í Danmörku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×