NFL: Tebow-ævintýrið að enda? | Patriots sitja hjá í fyrstu umferð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. desember 2011 11:00 Tim Tebow Mynd/Nordic Photos/Getty Tim Tebow og félagar í Denver Broncos áttu ekki góðan dag í ameríska fótboltanum í gær og hafa nú tapað tveimur leikjum í röð. Tom Brady sýndi hinsvegar snilli sína í seinni hálfleik þegar New England Patriots tryggði sér sæti í annarri umferð úrslitakeppninnar. Þetta var líka góður dagur fyrir Detroit Lions sem eru komnir í úrslitakeppnina í fyrsta sinn síðan 1999. New England Patriots endaði sex leikja sigurgöngu Tim Tebow og lærisveina hans í Denver Broncos um síðustu helgi og Denver steinlá 14-40 á móti Buffalo Bills í gær. Buffalo Bills var búið að tapa sjö leikjum í röð. Tebow henti boltanum fjórum sinnum frá sér og það bendir margt til þess að Tebow-ævintýrið sé á enda. Denver hefði tryggt sér sæti í úrslitakeppninni með sigri en þurfa nú að berjast um það við Oakland Raiders í lokaumferðinni. New England Patriots átti skelfilegan fyrri hálfleik á móti Miami Dolphins og lenti 0-17 undir.Tom Brady var frábær í seinni hálfeik og sá til þess að Patriots-liðið vann 27-24. Sigurinn þýðir að Patriots situr hjá í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.Tom Brady.Mynd/Nordic Photos/GettyDetroit Lions vann auðveldan 38-10 sigur á San Diego Chargers og tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni í fyrsta sinn í tólf ár. New York Giants vann 29-14 sigur á nágrönnunum í New York Jets og tryggði sér hreinan úrslitaleik um sæti í úrslitakeppninni á móti Dallas Cowboys um næstu helgi. Dallas missti leikstjórnanda sinn Tony Romo meiddan af velli og tapaði 20-7 á móti Philadelphia Eagles en af því að Giants vann Jets þá á draumalið Philadelphia Eagles ekki lengur möguleika á því að komast í úrslitakeppnina. Nýliðinn Cam Newton sló nýliðamet Peyton Manning þegar hann leiddi Carolina Panthers til 48-16 sigurs á Tampa Bay Buccaneers. Manning kastaði 3379 metra í heppnuðum sendingum tímabilið 1998 en Newton hefur nú kastað þegar 3893 metra þegar einn leikur er enn eftir af tímabilinu og gæti því orðið fyrsti nýliðinn sem nær að kasta 4000 þúsund metra á einu tímabili. Úrslitin í gær:Cam Newton.Mynd/Nordic Photos/GettyNew England Patriots-Miami Dolphins 27-24 Baltimore Ravens-Cleveland Browns 20-14 Cincinnati Bengals-Arizona Cardinals 23-16 Washington Redskins-Minnesota Vikings 26-33 Buffalo Bills-Denver Broncos 40-14 Pittsburgh Steelers-St. Louis Rams 27-0 New York Jets-New York Giants 14-29 Carolina Panthers-Tampa Bay Buccaneers 48-16 Tennessee Titans-Jacksonville Jaguars 23-17 Kansas City Chiefs-Oakland Raiders 13-16 (framlenging) Detroit Lions-San Diego Chargers 38-10 Dallas Cowboys-Philadelphia Eagles 7-20 Seattle Seahawks-San Francisco 49Ers 17-19 NFL Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ Sjáðu markaveislurnar í Kaplakrika og á Sauðarkróki „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Stundum hata ég leikmenn mína“ Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Risaskipti í NFL: Launahæstur í sögunni fyrir utan leikstjórnendur Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Dagskráin: Hverjir verða mótherjar Blika í Sambandsdeildinni? Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Æxli í nýra Ólympíumeistarans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sjá meira
Tim Tebow og félagar í Denver Broncos áttu ekki góðan dag í ameríska fótboltanum í gær og hafa nú tapað tveimur leikjum í röð. Tom Brady sýndi hinsvegar snilli sína í seinni hálfleik þegar New England Patriots tryggði sér sæti í annarri umferð úrslitakeppninnar. Þetta var líka góður dagur fyrir Detroit Lions sem eru komnir í úrslitakeppnina í fyrsta sinn síðan 1999. New England Patriots endaði sex leikja sigurgöngu Tim Tebow og lærisveina hans í Denver Broncos um síðustu helgi og Denver steinlá 14-40 á móti Buffalo Bills í gær. Buffalo Bills var búið að tapa sjö leikjum í röð. Tebow henti boltanum fjórum sinnum frá sér og það bendir margt til þess að Tebow-ævintýrið sé á enda. Denver hefði tryggt sér sæti í úrslitakeppninni með sigri en þurfa nú að berjast um það við Oakland Raiders í lokaumferðinni. New England Patriots átti skelfilegan fyrri hálfleik á móti Miami Dolphins og lenti 0-17 undir.Tom Brady var frábær í seinni hálfeik og sá til þess að Patriots-liðið vann 27-24. Sigurinn þýðir að Patriots situr hjá í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.Tom Brady.Mynd/Nordic Photos/GettyDetroit Lions vann auðveldan 38-10 sigur á San Diego Chargers og tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni í fyrsta sinn í tólf ár. New York Giants vann 29-14 sigur á nágrönnunum í New York Jets og tryggði sér hreinan úrslitaleik um sæti í úrslitakeppninni á móti Dallas Cowboys um næstu helgi. Dallas missti leikstjórnanda sinn Tony Romo meiddan af velli og tapaði 20-7 á móti Philadelphia Eagles en af því að Giants vann Jets þá á draumalið Philadelphia Eagles ekki lengur möguleika á því að komast í úrslitakeppnina. Nýliðinn Cam Newton sló nýliðamet Peyton Manning þegar hann leiddi Carolina Panthers til 48-16 sigurs á Tampa Bay Buccaneers. Manning kastaði 3379 metra í heppnuðum sendingum tímabilið 1998 en Newton hefur nú kastað þegar 3893 metra þegar einn leikur er enn eftir af tímabilinu og gæti því orðið fyrsti nýliðinn sem nær að kasta 4000 þúsund metra á einu tímabili. Úrslitin í gær:Cam Newton.Mynd/Nordic Photos/GettyNew England Patriots-Miami Dolphins 27-24 Baltimore Ravens-Cleveland Browns 20-14 Cincinnati Bengals-Arizona Cardinals 23-16 Washington Redskins-Minnesota Vikings 26-33 Buffalo Bills-Denver Broncos 40-14 Pittsburgh Steelers-St. Louis Rams 27-0 New York Jets-New York Giants 14-29 Carolina Panthers-Tampa Bay Buccaneers 48-16 Tennessee Titans-Jacksonville Jaguars 23-17 Kansas City Chiefs-Oakland Raiders 13-16 (framlenging) Detroit Lions-San Diego Chargers 38-10 Dallas Cowboys-Philadelphia Eagles 7-20 Seattle Seahawks-San Francisco 49Ers 17-19
NFL Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ Sjáðu markaveislurnar í Kaplakrika og á Sauðarkróki „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Stundum hata ég leikmenn mína“ Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Risaskipti í NFL: Launahæstur í sögunni fyrir utan leikstjórnendur Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Dagskráin: Hverjir verða mótherjar Blika í Sambandsdeildinni? Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Æxli í nýra Ólympíumeistarans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sjá meira