Viðskipti erlent

Ranglátt að kreppuvaldarnir fái himinháa bónusa

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Erkibiskupinn í York gagnrýnir launaþróun í Bretlandi.
Erkibiskupinn í York gagnrýnir launaþróun í Bretlandi. mynd/ afp.
Erkibiskupinn af York gagnrýnir harðlega það bil sem er að myndast á milli tekjuhárra og tekjulágra í Bretlandi. Hann spyr hvort það sé rétt að bankamenn sem tóku þátt í að skapa efnahagskreppuna þar í landi eigi að fá himinháa launabónusa.

„Við skulum ekki verða samfélag sem þekkir ekki gildi nokkurs skapaðs hluta," sagði John Sentamu erkibiskup í grein sem hann skrifaði í blaðið Yorkshire Post. Hann sagði jafnframt að Bretland þyrfti sjálfbært efnahagslíf þar sem aukin áhersla væri á meiri jöfnuð.

„Getur það verið réttlætanlegt að opinberir starfsmenn og þeir sem vinna í breskum iðnaði, eigi hættu á að missa vinnuna þegar hálaunafólk í bankakerfinu sem átti sinn þátt í að skapa efnahagskreppuna, ekki einungis halda starfi sínu heldur raka inn háum launabónusum," sagði hann jafnframt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×