Sport

Landsliðskona slasaðist alvarlega á skíðum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Fanney Þorbjörg Guðmundsdóttir.
Fanney Þorbjörg Guðmundsdóttir. Mynd/www.ski.is
Fanney Þorbjörg Guðmundsdóttir, nítján ára landsliðskona í skíðaíþróttum, slasaðist alvarlega við æfingar í Geilo í Noregi nú á aðfangadag.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu. Fanney datt þegar hún var á mikilli ferð og lenti á tré með þeim afleiðingum að hún hlaut fjölda beinbrota.

Var hún meðvitundarlaus og andaði ekki þegar að henni var komið. Lífgunartilraunir báru þó árangur en hún var flutt á Ullevål-sjúkrahúsið í Osló.

Páll Grétarsson formaður Skíðasambands Íslands sagði í morgun við fréttastofu Stöðvar 2 að Fanney hefði farið í flókna aðgerð í morgun á Ullevål-sjúkrahúsinu.

Fanney var algjörlega lömuð fyrir neðan háls fyrst í stað vegna áverka á mænustofni, segir í frétt Morgunblaðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×