Formúlu 1 meistaraliðinu fagnað á heimaslóðum 11. desember 2011 14:30 Mark Webber og Sebastian Vettel óku um götur Milton Keynes og fögnuðu árangri Red Bull liðsins með Red Bill liðinu og áhangendum þess. MYND: Getty Images/Vladimir Rys Um 60.000 manns fögnuðu Formúlu 1 meistaraliði Red Bull í Milton Keynes í Bretlandi í gær þegar meistari ökumanna, Sebastian Vettel og Mark Webber óku bílum liðsins á götum bæjarins. Red Bull liðið er með aðsetur í bænum. Ökumennirnir tveir og Christian Horner, yfirmaður liðsins tóku á móti verðlaunum á verðlaunahátið FIA, alþjóðabílasambandsins í Nýju Delí í Indlandi á föstudagskvöld. Vettel tók á móti heimsmeistarabikar ökumanna og Horner á móti heimsmeistarabikar bílasmiða fyrir hönd Red Bull liðsins og Webber tók við verðlaunum fyrir að ná þriðja sæti í stigamóti ökumanna. Þó Red Bull liðið keppi sem austurrískt lið og sé í eigu austurríska drykkjafyrirtækisins Red Bull, eru höfuðstöðvar liðsins í Milton Keynes þar sem bílarnir eru hannaðir og smíðaðir. Adrian Newey, aðalhönnuður Red Bull liðsins var með Vettel, Webber og Horner í för á verðlaunahátíðinni í Indlandi og fagnaði síðan með þeim og liðinu og almenningi í Milton Keynes í gær. Viðburðurinn í gær var skipulagður til að þakka starfsmönnum Red Bull samstarfið, fjölskyldum þeirra og heimamönnum í Milton Keynes. Webber býr skammt frá höfuðstöðvum Red Bull að eigin sögn og hann sagði gott að gefa eitthvað tilbaka til heimamanna. „Ég þekki hringtorgin hérna eftir að hafa ekið á um þær á götubíl, en það var dálítið annað að fara þau á Formúlu 1 bíl! Það var góð stemmning, sólin skein og það var gott fyrir alla að komast svona nærri bílunum. Það var frábært að Red Bull þakkaði áhangendum fyrir á þennan hátt", sagði Webber um viðburðinn í gær. Vettel sagði frábært að vera í Milton Keynes þar sem bílarnir eru smíðaðir og þar sem starfsmenn liðsins starfa og þakka fyrir og sjá áhangendur frá svæðinu. „Við vildum skemmta fólki og ég vona að það hafi verið reyndin. Þetta var skemmtileg leið til að ljúka tímabilinu", sagði Vettel. Horner sagði að stórkostlegt að aka Formúlu 1 bílum gegnum Milton Keynes, en margir af starfsmönnum liðsins búa í næsta nágrenni og hann sagði að það hefði verið upplífgandi að sjá hve margir mættu til að fagna árangri liðsins. „Án áhorfenda væri ekki Formúla 1, né Red Bull, þannig að það er gott að gefa tilbaka og fagna tvöföldum meistaratitili á þessu ári", sagði Horner og þakkaði yfirvöldum í bænum fyrir að leyfa uppákomuna í gær. Formúla Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Um 60.000 manns fögnuðu Formúlu 1 meistaraliði Red Bull í Milton Keynes í Bretlandi í gær þegar meistari ökumanna, Sebastian Vettel og Mark Webber óku bílum liðsins á götum bæjarins. Red Bull liðið er með aðsetur í bænum. Ökumennirnir tveir og Christian Horner, yfirmaður liðsins tóku á móti verðlaunum á verðlaunahátið FIA, alþjóðabílasambandsins í Nýju Delí í Indlandi á föstudagskvöld. Vettel tók á móti heimsmeistarabikar ökumanna og Horner á móti heimsmeistarabikar bílasmiða fyrir hönd Red Bull liðsins og Webber tók við verðlaunum fyrir að ná þriðja sæti í stigamóti ökumanna. Þó Red Bull liðið keppi sem austurrískt lið og sé í eigu austurríska drykkjafyrirtækisins Red Bull, eru höfuðstöðvar liðsins í Milton Keynes þar sem bílarnir eru hannaðir og smíðaðir. Adrian Newey, aðalhönnuður Red Bull liðsins var með Vettel, Webber og Horner í för á verðlaunahátíðinni í Indlandi og fagnaði síðan með þeim og liðinu og almenningi í Milton Keynes í gær. Viðburðurinn í gær var skipulagður til að þakka starfsmönnum Red Bull samstarfið, fjölskyldum þeirra og heimamönnum í Milton Keynes. Webber býr skammt frá höfuðstöðvum Red Bull að eigin sögn og hann sagði gott að gefa eitthvað tilbaka til heimamanna. „Ég þekki hringtorgin hérna eftir að hafa ekið á um þær á götubíl, en það var dálítið annað að fara þau á Formúlu 1 bíl! Það var góð stemmning, sólin skein og það var gott fyrir alla að komast svona nærri bílunum. Það var frábært að Red Bull þakkaði áhangendum fyrir á þennan hátt", sagði Webber um viðburðinn í gær. Vettel sagði frábært að vera í Milton Keynes þar sem bílarnir eru smíðaðir og þar sem starfsmenn liðsins starfa og þakka fyrir og sjá áhangendur frá svæðinu. „Við vildum skemmta fólki og ég vona að það hafi verið reyndin. Þetta var skemmtileg leið til að ljúka tímabilinu", sagði Vettel. Horner sagði að stórkostlegt að aka Formúlu 1 bílum gegnum Milton Keynes, en margir af starfsmönnum liðsins búa í næsta nágrenni og hann sagði að það hefði verið upplífgandi að sjá hve margir mættu til að fagna árangri liðsins. „Án áhorfenda væri ekki Formúla 1, né Red Bull, þannig að það er gott að gefa tilbaka og fagna tvöföldum meistaratitili á þessu ári", sagði Horner og þakkaði yfirvöldum í bænum fyrir að leyfa uppákomuna í gær.
Formúla Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira