Viðskipti erlent

Skartgripir Taylor seldust á yfir 14 milljarða

Met var slegið á uppboði á munum, aðallega skartgripum, úr dánarbúi leikkonunnar Elisabeth Taylor hjá Christie´s í New York í gærkvöldi. Skartgripirnir voru slegnir á 116 milljónir dollara eða rúmlega 14 milljarða króna.

Fyrir uppboðið var talið að um 6 milljarðar króna fengjust fyrir skartgripina. Fyrra met fyrir sölu á skartgripasafni einstaklings var sett árið 1987 þegar skartgripir hertogaynjunnar af Windsor, Wallis Simpson, voru seldir fyrir 50 milljónir dollara.

Meðal muna úr skartgripasafni Taylor sem seldir voru á uppboðinu var stærsta perulagaða perla í heiminum. La Peregrina,  en hún seldist á 12 milljónir dollara sem er hæsta verð sem fengist hefur fyrir perlu. Perla þessi tilheyrði eitt sinn spænsku krúnudjásnunum og var um tíma í eigu Mary Tudor Englandsdrottningar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×