Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn eru hætt óformlegum viðræðum um björgunarpakka fyrir Ungverjaland sem voru farnar af stað. Ungverjaland hefur óskað eftir 15-20 milljarða evra lánalínum ef landið lenti í greiðsluerfiðleikum. Framkvæmdastjórar Evrópusambandsins segja hins vegar að ný lög sem voru samþykkt um Seðlabankann í Ungverjalandi takmarki mjög sjálfstæði hans og við það verði ekki unað.
Hafa áhyggjur af ungverska seðlabankanum
