NFL-liðið Chicago Bears er búið að reka útherjann Sam Hurd frá félaginu en hann hefur verið handtekinn fyrir eiturlyfjasölu og gæti átt yfir höfði sér 40 ára fangelsisdóm.
Lögmaður Hurd segir að skjólstæðingur sinn neiti alfarið ásökunum og tekur sérstaklega fram í ljósi sögusagna að leikmaðurinn hafi þar af leiðandi aldrei selt neinum leikmönnum í deildinni eiturlyf.
Fíkniefnalögreglan er sögð hafa leitt Hurd í gildru. Maður á þeirra vegum þóttist vera að selja og Hurd var til í að kaupa allt að 10 kíló af kókaíni og 1.000 pund af maríjúana vikulega sem hann ætlaði að koma í sölu.
Hann keypti eitt kíló af kókaíni á staðnum og var svo handtekinn með kílóið.
Hurd mun fara fyrir rétt í Texas þar sem menn eru vanir að taka hart á málum.
Hurd rekinn frá Chicago Bears

Mest lesið




Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu
Enski boltinn


Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist
Íslenski boltinn



