Viðskipti erlent

Evrusamstarfið gallað frá upphafi

Jacques Delors, einn af hönnuðum evrusvæðisins segir að evru-kerfið hafi verið gallað frá byrjun og tilraunir til þess að bjarga því nú komi of seint og séu og máttlausar. Delors, sem er fyrrverandi forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segir að galli á framkvæmd evrópska myntbandalagsins hafi steypt kerfinu í glötun.

Að hans mati kusu leiðtogar Evrópuríkjanna á tíunda áratugi síðustu aldar að líta framhjá efnahagslegum veikleikum nokkurra aðildarríkja bandalagsins og sú ákvörðun er að koma í bakið á mönnum í dag. Delors segir þetta í viðtali við breska blaðið Telegraph í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×